Leita í fréttum mbl.is

Bćkur seljast ekki í gettóum

Bćkur seljast ekki í gettóum

" Ţađ er erfitt ađ selja bćkur ţessa dagana ". Ţannig skrifađi Franciszka Glücksman syni sínum, sem var strandaglópur í Kaupmannahöfn 1939-1941. Ţegar Franciszkca Glücksman skrifađi ţetta, var hún fangi í gettóinu í Warsjá. Sonur hennar, sagnfrćđingurinn dr. Stefan Glücksman, hafđi fariđ á námskeiđ í dönsku í Kaupmannahöfn. Ţegar Hitler og herir hans réđust á Pólland, var ekki lengur mögulegt fyrir Stefan ađ snúa aftur til Póllands. Stefan skrifađist á viđ fjölskyldu sína í Warsjá, sem hann hafđi miklar áhyggjur af. Til ţess ađ móđir hans og systir, Wanda, gćtu lifađ af, bađ hann ţćr međal annars ađ selja allar bćkurnar sínar.

En bćkur seljast ekki vel í gettóum eins og kunnugt er. Matur er vinsćlli. Bćkur á sérfrćđisviđi Stefans, siđbótinni í N-Evrópu og tengslum Póllands viđ Norđurlönd, voru kannski ekki ţađ sem eggjađi mest í gettóinu 1940-42.

Stefan Glücksman fylgdist úr fjarska međ versnandi hag fjölskyldu sinnar í Warsjá. Ţegar hann hafđi veriđ hnepptur í varđhald danskra yfirvalda, sem reyndu ađ fá Ţjóđverja til ađ taka viđ honum, fékk hann danska vini síni til ađ senda matarpakka til móđur og systur. Stefán var vísađ úr landi í Danmörku í hendur böđla sinna í lok janúar 1941. Hann var myrtur í fangabúđunum Gross Rosen í Póllandi í nóvember sama ár. Matarpakkar frá Danmörku framlengdu líklega lífiđ fyrir móđur hans og systur. Síđasta lífsmark frá ţeim barst á kvittun fyrir móttöku matarpakka, sem ţćr fengu í hendur voriđ 1942. Sumariđ 1942 voru ţćr ađ öllum líkindum myrtar í útrýmingabúđunum í Treblinka ásamt öđrum ćttingjum og ţúsundum annarra gyđinga, sem smalađ var í lestarvagna og fluttar í dauđaverksmiđju nasismans (systur kommúnismans) í Treblinka.

Barátta Stefan Glücksmans og fjölskyldu hans er efni nćstu bókar minnar. En bćkur um gyđinga, sem dönsk yfirvöld vísuđu úr landi í Seinni Heimsstyrjöld, eru ekki vinsćlar. Danir kaupa frekar matreiđslubćkur og Kóraninn. Ef til vill er Danmörk orđiđ ađ einu allsherjar gettói, ţar sem erfitt er ađ selja bćkur.

Bók mín Medaljens Bagside, sem enn er hćgt ađ kaupa, varđ ţví miđur ekki ađ neinni metsölubók, ţótt hún sé lánuđ grimmt á bókasöfnum. Ţrátt fyrir allar spár og ađgerđir útgefanda míns og ţrátt fyrir mjög góđa ritdóma og mikla umrćđu, seldist hún drćmt. Bókin kom út rétt fyrir 60 ára afmćli stríđslokanna í Danmörku. Fjöldi bóka um stríđiđ kom út á sama tíma. Kannski var ţetta bara Bad timing? En ţrátt fyrir ađ bók mín yrđi ekki metsölubókin međal allra ţeirra bóka, fékk hún mesta umrćđu stríđsárabókanna í fölmiđlum. Ađrir kollegar mínir hafa heldur ekki komist á metsölulistann. En ég bjóst nú heldur ekki viđ ţví ađ bókin myndi seljast. Ţar réđi bjartsýni útgefanda míns, sem vćntanlega mun gefa út ćvisögu Halldórs Guđmundssonar um Laxness á ţessu ári.

Ég held ađ bókin mín fjalli um efni, sem Danir vilja helst ekkert heyra mikiđ um. Bók sagnfrćđingsins og embćttismannsins Bo Lidegaards, sem er hástemmt lofrit er mest fjallar um nauđsyn og snilli ţess ađ Danir höfđu nána samvinnu viđ nasista, sér og sínum til bjargar, varđ eina metsölubókin í ţessum stríđsárageira áriđ 2005. Danir vilja greinilega heyra hvađ snjallir ţeir voru í samvinnu sinni viđ nasista. Verđi ţeim ađ góđu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guđ

Mer skilst ad sala a flatskjam og tolvum se somuleidis draem i gettoum (afsakid skort a islenskum stofum.  Eg er staddur i Skotlandi).

Jens Guđ, 8.4.2007 kl. 15:22

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Og lika a  Skotlandi, thvi Skotar eru svo andskoti nizkir. Eg spara lika islensku bokstafina. En ekki fara menn til Skotlands til thess eins ad blogga. Hvernig er Whiskyid? Er thad eins gott fyrir roddina og rykid í Straumswick

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.4.2007 kl. 16:03

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Og lika a  Skotlandi, thvi Skotar eru svo andskoti nizkir. Eg spara lika islensku bokstafina. En ekki fara menn til Skotlands til thess eins ad blogga. Hvernig er Whiskyid? Er thad eins gott fyrir roddina og alrykid í Straumswick

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.4.2007 kl. 16:06

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nu fekkstu thetta lika í tviriti vegna duttlunga tolvunnar minnar

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.4.2007 kl. 16:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband