Leita í fréttum mbl.is

Sloppy Joe - einn frćgasti hundur Íslandssögunnar

Sloppy Dec 1947 

Rakki einn á Miđnesheiđi er líklega einn frćgasti hundur á Íslandi á nútíma, fyrir utan Lúkas heitinn á Akureyri, sem var mexíkanskur rottuhundur sem hljóp upp í fjall og lét fólk halda ađ hann hefđi veriđ kynferđislega misnotađur eđa misţyrmt. Ađ lokum fékk ţađ kvikindi minningargrein í flest blöđ á Íslandi, líkt og eitthvađ fyrirmenni.

Seppi sá, sem hér verđur greint frá hefur aldrei veriđ fylgt almennilega til grafar. Hann bar fyrst á góma í útvarpsţćtti Jónasar Árnasonar haustiđ 1947. Jónas hafđi fariđ upp á Völl og reyndi ţar ađ gera sér dćlt viđ mórauđan hund sem ţar skottađist um. Hundurinn svarađi í engu kalli Jónasar, en dillađi rófunni og tók til fótanna upp í bragga, ţegar bandarískur dáti blístrađi hátt og hrópađi: "Sloppy Joe". Jónas ályktađi út frá ţví ađ seppi héti Sloppy Joe og sagđi svo ţessa hundasögu sína í útvarpinu.

Ţjóđviljinn tók umsvifalaust upp söguna af ţessu úrkynjađa hernámsdýri í leiđara. Ţćtti Jónasar var hins vegar fálega tekiđ af útvarpsráđi og var honum meinuđ ţáttargerđ ţar á stofnun ađ sinni. Jónasi gramdist ţessi málfrelsissvipting og einnig félögum hans, og hefndu ţeir sín međ ţví ađ gera Sloppy Joe ađ tákni hermangsaflanna á skopmyndum sem birtust í Ţjóđviljanum,  m.a. á ţeirri sem birtist í blađinu ţann 14. nóvember 1947 (sjá hér). Henni fylgdi texti, vísur sem hćgt var ađ syngja viđ Gamla Nóa. Sloppy var einnig tíđur gestur í Mogga, m.a. í frásögn Ívars Guđmundssonar um Keflavíkurflugvöll í Lesbók ţann 4. febrúar 1951. Ívar skrifađi ţetta um Sloppy:

"Hundurinn „Sloppy Joe" var ekki eins stórpólitískur og sumir vildu vera láta. Hann hjet bara "Móri", eđa „Snati" eins og forfeđur hans hafa heitiđ hund fram af hundi öldum saman, Og hann var ţađ líkur ćttingjum sínum, ađ hann dinglađi rófunni framan í hvern, sem ljet yel ađ honum, hvort heldur ţađ var kúreki frá Kansas eđa öreigi frá Astrakan. Hann gerđi meira ađ segja ekki greinarmun á blađamanninum, sem hćndi hann ađ sjer međ fleđulátum, en afflutti svo greyiđ í blöđunum á eftir."

Jónas og Ţjóđviljaliđar héldu Sloppy talsvert á lofti í nokkur ár og eins brottrekstri Jónasar frá Ríkisútvarpinu. Frásögnin birtist í bók Jónasar, Sprengjan og pyngjan, sem kom út áriđ 1962. Seinast var Sloppy Joe sigađ á landsmenn í jólablađi Ţjóđviljanum áriđ 1987, en ţá var ţessi saga rifjuđ upp aftur. Svo virđist sem hernámshundur ţessi hafi einnig ert Moggann talsvert. Um ţađ vitnar m.a. skopmynd í blađinu ţann 14. október 1959, ţar sem Jónas Árnason er sýndur í líki Sloppys ađ góla á Krútsjofs í líki tunglsins.

Jónas Árnason

Af ţví ađ ég er svo fjölfróđur um matargerđ, veit ég ađ Sloppy Joe er eins konar bixíborgari úr einhverju kjötkyns međ miklum lauk og stundum baunum. Upplagt hermannafćđi. Ţví lćđist ađ manni sá grunur ađ hernámshundurinn margnefndi hafi kannski alls ekki heitiđ Sloppy Joe, heldur hafi dátinn veriđ ađ kalla á ţennan ferfćtta vin sinn í matinn. En hvađ veit mađur?

Blessuđ sé minning Sloppy Joes, Jónasar Árnasonar og Ţjóđviljans. Myndin efst er reyndar ekki af "Sloppy Joe", en hún er tekin á Íslandi á jólum 1947. Hundurinn á myndinni er hins vegar nútímahundur, frá módelsamtökunum Tíkin Dolly, sem tekiđ hefur ađ sér ađ leika Sloppy heitinn fyrir bein.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef keypt sloppy joe hjá honu Jóni Geraldi Sullenberger. Hann selur ţetta í dósum sem mađur blandar saman međ hakki  og étur ţetta svo í hamborgarabrauđi. Ţetta er alveg ágćtis  gums svona öđru hvoru.

http://en.wikipedia.org/wiki/Sloppy_joe

Rafn Haraldur Sigurđsson (IP-tala skráđ) 22.9.2011 kl. 18:07

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Rafn, nú hef ég enn ekki komist í Sullenberger Supermarkt, en ég verđ auđvitađ ađ fá mér dós af sloppy ţegar ég kem nćst á klakann. Jón má líka gjarna selja Sloppyiđ sitt međ tilvísun í söguna hér ađ ofan . Ég ţekkti nefnilega afa hans á Hringbrautinni.

Mega hundar borđa ţetta? Ég hef nú fengiđ ţetta suđur á Velli í ćsku. Ţar kom ég oft međ föđur mínum, sem var međ fast Vegabréf á völlinn http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/173135/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.9.2011 kl. 05:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband