Leita í fréttum mbl.is

Le Prince est mort

Prince

Prins Henrik er látinn, Danir syrgja. Hann var á margan hátt glađlegt andlit dönsku konungsfjölskyldunnar, ţar sem hefđ og konungleg skyldleikarćkt hefir gert suma ađra međlimi frekar steingerđa. Ég nefni ekki nein nöfn. Umdeildur var hann kannski undir lokin í erfiđum veikindum sínum, en ávallt vel liđinn. Hann var mađur marga hćfileika, nema í ţví ađ lćra dönsku, en hafđi sem betur fer lífsnautn. Ég hef hitt hann í návígi einu sinni.

Einn kaldan sólskinsmorgun áriđ 1997 var ég nćrri ţví búinn ađ rúlla barnavagni međ Leu dóttur minni yfir einn langhunda hans, ţar sem hann var ađ "spadsera" međ ţá á götuhorni nćrri Amalienborg. Engin slys urđu á börnum eđa hundum og prinsinn tók ţví létt ađ einn hirđhundanna, sem ég rúllađi ađeins utan í, ţegar hann kom hlaupandi fyrir horn til ađ finna sér eitthvađ til ađ míga á, ýlfrađi lítillega ţegar hann rakst inn í barnavagninn. Prinsinn bauđ bara góđan dag. Venjulegur mađur! Hann var einn á ferđ, engir verđir eđa hallarţjónar međ honum.

Drottningin, konungsfjölskyldan og danska hirđin hafa misst eitt af andlitum sínum og ţar er sorg sem og hjá hjúum í koti um allt ţetta flata land. Vćntanlega munu frómar konur í Reykjavík sem lesiđ hafa dönsku blöđin ćvilangt verđa leiđar líka.


Bloggfćrslur 14. febrúar 2018

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband