Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Átta ár síðan 9/11-ógnin byrjaði

Nazrallah í Tívolí

Danir eru hrædd, lítil þjóð. Það er ef til vill hefð hjá Dönum að láta bugast, þegar þeim sýnist að þeir hafi mætt ofjarli sínum. Danir lögðust til dæmis flestir, og sérstaklega stjórnvöld þeirra, undir nasista eins og lóða tík. Þeir gerðu við þá sérsamninga og fóðruðu heri Þjóðverja með beikon og smjöri, svo nasistar gætu slátrað fleiri gyðingum. Þetta kalla Danir Samarbejdspolitik, og heimurinn hlær.

Nú, þegar Danir mæta trúarofstæki, sem líkist heimsyfirráðaáformum fasista á ýmsan hátt, er rófan líka kominn á milli afturfótanna. Danir vilja auðvitað ekki sjá 9/11 í sínu litla, huggulega landi. En þeir gera lítið til þess að koma í veg fyrir það.

Sú hræðsla, sem við sjáum nú um alla Evrópu, er eðlileg afleiðing þess fasisma sem við verðum vitni að. Það er einfaldlega ekkert eðlilegt við það, að heimssambönd einhverra trúarbragða taki sig til og hóti heiminum báli og brandi, ef hann beygir sig ekki og bukkar eftir þeirra höfði. Reynslunni (og of mörgum hryðjuverkum) ríkari, eru Evrópumenn hræddir. Sumir stinga aftur á móti höfðinu í sandinn og vilja meina að BNA og Ísrael standi á bak við allt illt. Það eru, og verða alltaf, til fífl.

Menn gátu, þangað til nýlega, teiknað guði sína og annarra og gert grín af trúarbrögðunum. Við höfðum náð svo langt, að vera ekki dæmd og útlæg gerð fyrir að hafa skoðun og sjálfstæða hugsun, eða fyrir að gera góðlátlegt grín að hlutunum. Er því furðulegt að menn setji bombu í túrban Múhameðs, þegar stærstu hryðjuverk síðari tíma voru framin í hans nafni? 

Sumir múslímar móðgast hreinlega við hvað sem er. Það er óhollt. Ef trú þeirra er hafin yfir gagnrýni, og notuð til að réttlæta ódæðisverk, er nema von að fólk í Evrópu sé hrætt og þreytt. Það er nefnilega mjög ó-evrópsk hefð í gangi. Menn börðust gegn þessari óevrópsku hefð, þegar þeir börðust gegn nasisma og kommúnisma, gervitrúarbrögðum, sem ekki leyfðu frjálsa hugsun.

Þjóðverjar eru nú farnir að sekta fólk fyrir að bera ísraelskan fána. Ég er viss um að dómur þeirra er hræðsluyfirlýsing. Ísraelska fánan má nefnilega ekki bera í nánd við við mótmæli múslíma. Það móðgar múslíma. Þýskir dómarar eru hræddir. Þjóðverjar þora hins vegar ekki  banna og sekta fyrir skilti með ýmsum ókræsilegum hatursboðsskap í mótmælagöngum múslíma.

Í Danmörku er stuðningshópum Ísraels unnt að halda opinbera fundi með mikilli lögregluvernd. Lögreglan getur þó ekki hindrað að fánar múslíma, Hizballa og Hamas sé veifað bak við lögreglumennina. En hér um árið var ráðist á mann í Kaupmannahöfn, vegna þess að hann var með lítinn ísraelskan fána í plastpoka, að koma af stuðningsfundi fyrir Ísrael. Árásamaðurinn var að koma af fundi Hizb ut Tahrir, sem lýst hefur yfir þeirri ósk sinni að myrða gyðinga, hvar sem í þá næst. 

Ég er orðinn þreyttur á múslímum sem mótmæla hverju sem er. Þeim væri nær að líta í eign barm og mótmæla sínu eigin óréttlæti. Ég óska þeim góðs gengis í þeirri baráttu. Þeir geta örugglega fengið nóg af vinum sínum á vinstri vængnum til að koma á lýðræði - án þess þó að ráðast á og eyðileggja eina lýðræðisríkið í Miðausturlöndum, Ísrael. 

Spurningin er: Er það það lýðræði, sem þessir nýju félagar í öfgunum eru að leita að? Ég leyfi mér að efast um það.

Myndin að ofan var tekin fyrir framan Tívolí fyrir 3 árum. Danir voru of hræddir við að sekta þá sem báru fána ólöglegra hryðjuverkasamtaka.

1000 og of margar nætur
Þessi bók hefur selst vel í Palestínu
Fáninn brenndur á Gaza

mbl.is Hryðjuverkahætta í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

נְבִיא Stiglitz

joseph-stiglitz21

Er Stiglitz að verða að naví (spámanni) á Skerinu. Var það ekki svo, að þegar allt var komið á vonarvöl, þá fór Egill Helgason, Old Quick Silver, að náði í gamlan og klókan gyðing með Nóbelsgráðu til að bjarga landinu okkar. Þó fyrr hefði mátt vera. Sá gamli var skjallaður upp úr skónum á Íslandi. Enginn hefur beðið hann svo fallega síðan konan hans baðst hans.

Íslendinga hefur alltaf vantað almennilegt fólk. En eitthvað rámar mig í, að hatur manna á öðrum naví, naví Friedman, hafi frekar komið til af uppruna hans en fræðum... nei, kannski man ég rangt.

Ég vona bara að Stiglitz sé meðvitaður um að Íslendingar eru upp til hópa "absólutistar" og kreddukarlar, og að þeir munu halda að allt sem hann segir, sé heilagur sannleikur - vegna þess að þeir eru búnir að missa trú á stjórnmálamönnum. Íslendingar gera sér heldur ekki grein fyrir því að blaðamenn eru ekki spámenn.

Friðrik Þór & Spielberg eru þegar búnir að finna leikarann sem á að leika Stiglitz í stórmyndinni Saving Iceland: Ríkharð Þrífót.

dreyfuss

Ég imhallalaði Egil Helgason

Hallalúja

... og hann er ekki kosher, ... afsakið halal.

Múslímar sem leita, geta nú gert það án þess að vestrænir-gyðinglegir klámheilar rugli þá í ríminu.

Þeir leita á www.imhalal.com

Ég fór inn á imhalal, under cover (burked), og þóttist vera halal. Ég leitaði að myndum eins og ég geri oft: Halal babes, skrifaði ég. 

Ekki fékk ég aðvörun um að tölva mín myndi springa, eða að hendur mínar yrðu höggnar af. En ég fékk aðvörun:

Oops! Your search inquiry has a Haram level of 3 out of 3! I would like to advise you to change your search terms and try again.

Ég leitaði þá bara að orðinu babes, en fékk sömu aðvörun og fyrr.

Þá leitaði ég að orðinu (myndum af) Jew og Iceland og þá kom í bæði skiptin þetta svar:

Caution! The image search of imhalal.com is stil in it's early Beta(β) days and doesn't filter perfectly yet. We advise you to choose your search terms carefully.

Svo Imhalallaði ég sjálfan Egill Helgason, og hann kom í allri sinni dýrð eins og Allah. Egill er greinilega mjög halal og augljóslega ekki neitt babe. Það liggur í augum uppi, að ég get ekki notað www.imhalal.com

Að lokum leitaði ég að myndum af "prophet Mohammed". Hann er ekki eins þekktur og Egill samkvæmt Imhalal.com. En þessi mynd kom upp, við hvatningu til þess að menn kaupi ekki mat frá Danmörku. Danir hafa nefnilega séð mynd af spámanninum, en líklega aldrei mynd af Agli Helgasyni.


Ísland afgreitt Down Under

Ísland er svo púkó

Ekki af ruglaðri yfirborðskerlingu frá 60 Mínútum í Ástralíu, heldur af því "mannavali" sem hún talaði við: Víkingar sem spóluðu í moldarflagi, miss Iceland sem ætlaði að fara að borða þang, og annar leikaraskapur. Aðalhetjan, Steini staur, var greinilega enn svekktur yfir því að hann fékk aldrei boðsmiða á Elton John í afmæli eins svindlaranna. Mikið hefur Steina nú hrakað síðan þetta var tekið upp.

Menn verða vara sig á því hvað þeir segja við útlendinga um landið sitt. Hvað ætli afkomendur afbrotamanna í Ástralíu haldi?

Var þetta ekki annars tekið upp fyrr í ár, um leið og ástralskur fjárglæframaður reyndi að kaupa hér billegt á brunaútsölu Moggans?


RÚV á bágt. Erindi beint til gráa Boga.

Argentina

Eins og ég skrifaði í gær á fréttastofa RÚV stundum bágt. Geta fréttamenn Sjónvarpsins ekki sagt alla söguna, þannig að aðalatriðin eru með?

Í gær var greint frá því að Amadínijad í Íran ætlar sér að setja Ahmad Vahidi í embætti ráðherra. Greint var frá því, að maður þessi er eftirlýstur hryðjuverkamaður, sem stóð á bak við sprengjuárásir í Argentínu. Sjá fréttina hér.

En af hverju Argentína?, hljóta einhverjir að spyrja. Hvað hefur Argentína nokkru sinni gert Íran? Af hverju eru menn að hatast út í í Argentínu?

Fréttasnápar og -snípur RÚV, hér er upplýsing handa ykkur, sem þið mættuð tattúera á handlegginn: Það eru gyðingar Argentínu sem ráðist var á í Argentínu. Írönsk yfirvöld og öfgamúslímar um allan heim drepa gyðinga, eða hóta að gera það. En það telst til aukaatriða á Ríkisútvarpinu, því þar taka menn sífellt þátt í sögufölsun og fréttafölsun, þegar kemur að ofsóknum á hendur gyðingum.

18. júlí 1994 sprakk sprengja í félagsheimili gyðinga Asociación Mutual Israelita Argentina (AIMA) í Buenos Aires, 87 voru drepnir, ekki bara gyðingar. Um 100 manns slösuðust alvarlega.  

Hvað hefði tekið langan tíma að lesa þetta fyrir fréttaþulinn? 5-6 sekúndur? Í dag var hins vegar frétt í hádegisfréttum útvarpsins, þar sem sagt var frá presti í Noregi sem sussaði á fólk.

RÚV og fréttastjóranum Boga, finnst merkilegra að segja frá því að kona sem pökkuð er í svartar gardínur sé orðin ráðherra í morðveldinu Íran. Það er svona álíka og þegar Jóhanna varð ráðherra á Íslandi. Það var svart og það var ekki til bóta.

Mynd handa RÚV
Snertið myndina til að sjá hana stærri.
Þarna sjáið þið argentínsk fórnarlömb hryðjuverka múslíma.

Gyðingabörnin í lestinni

  kinder_transport

RÚV á stundum bágt. Fréttaflutningurinn er yfirborðskenndur. Í sjónvarpsfréttum í gær sagði frá því að fólk, sem hafði verið börn fyrir stríð, minntist nú björgunar sinnar frá Tékklandi fyrir 70 árum, með því að ferðast með lest sömu leið og þá.

Það var ekki fyrr en í miðri frétt að sagt var að börnin hefðu flest verið gyðingar. Slíkir björgunarflutningar, Kindertransporte, höfðu reyndar farið fram frá Þýskalandi áður, en Winton tókst að hjálpa börnum frá Tékkóslóvakíu. Margir gyðingar og gyðingasamtök börðust fyrir því að koma börnum og unglingum úr landi, til Palestínu eða annarra landa, burt frá brjálæðingnum Hitler og öllum fylgifiskunum hans. Í Danmörku, Svíþjóð og Hollandi voru t.d. sumarbúðir fyrir þýsk gyðingabörn frá 1935, sem rekin voru af ... gyðingum.

Einnig gleymdist að segja frá því í fréttum í gær, að bjargvættur barnanna í Prag, Nicholas Winton, er sjálfur gyðingur. Fjölskylda hans kom frá Þýskalandi tveimur árum áður en hann fæddist og ættin hét í raun Wertheimer.

Þess ber að geta, að hin fína frændþjóð okkar, Svíar, áttu möguleika á því að bjarga 20.000 gyðingabörnum frá stríðshrjáðri Evrópu árið 1943. Þeir ákváðu að gera það ekki.

kindertransporte_bobby

Það var ekki mikið samúð í þessum björgunum. Börnin frá Prag komust ekki til Lundúna, nema vegna þess að það tókst að finna fólk sem var viljugt að bera allan kostnað af dvöl þeirra. Svíum fannst t.d. of dýrt að borga undir 20.000 gyðingabörn. En þeir seldu járn til Þjóðverja.

Það hefðu getað verið miklu fleiri gyðingabörn í lestum og skipum á leiðinni í frelsið árið 1939. En það var nú einu sinni svo, að það voru fyrst og fremst gyðingar sjálfir sem báru þungan af því að hjálpa sinni þjóð. Aðrir vildu fá borgað fyrir það.

Ég sá um daginn viðtal við konu, sem fæddist i Teplice, sem var send sem barn til Bretlandseyja. Fyrir rúmu ári hélt önnur kona frá Teplice, sem ekki er gyðingur, myndlistasýningu á Íslandi. Ætli foreldrar hennar hafi hjálpað gyðingabörnum árið 1939?


Þar féll hann aftur af baki

hrossið og forsetinn

og braut þjóðina og framtíð hennar á bak aftur...

 

Af er það sem áður var,

er  Ólafur var súperstar.

Hrossin gera Óla hrekk,

hann skrifar undir gúmmítékk.


mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beint til Bagdað

Birthe Rønn Hornbech 1973 2

Hinn kynæsandi ráðherra ólánsamra útlendinga í Danmörku og hennar batterí eru nú búin að senda bandída frá Bagdað til heimahúsanna. Þeir leituðu ásjár kirkjunnar, en allt kom fyrir ekkert. Ef maður líkist ekki fyrrverandi forseta Alþingis, er ekki með kryppu og dinglar ekki í kirkjuklukkunum um leið og maður hrópar "ásjá, ásjá, ásjá...",  er ekkert að gera annað en að hypja sig beint til Bagdað.

Danir eru harðbrjósta þjóð. Ráðherra útlendinga í Danmörku, sem ég hef bloggað um áður, sendir rangt fólk úr landi, að mínu mati. Hún átti föður, sem var prestvígður maður, sem ekki gerði mannamun. Hann hjálpaði bæði venjulegum gyðingum og þeim sem voru dálítið upp á kant. En hans lög voru önnur en lög mannanna. Nú er tíðin önnur. Saddam er farinn og Talibananar við völd. Það verður öruggleg tekið vel á móti þeim 22 flóttamönnum sem Danir vilja hafa á samviskunni.


Ljótukarlafélögin

Ljótur karl

Fyrir mörgum árum var til hlaupafélagsskapur sem þvoði af sér svitann í Vesturbæjarlauginni. Þetta voru karlar, sem voru komnir á þann aldur, að það var kominn dauðapaník í þá, því það var farið að halla aðeins á seinni hlutann. Þeir voru flestir í kapphlaupi við dauðann og að eyðileggja hnén á sér. Annað félag, sem ég man ekki nafnið á, kallaði þessa hlaupara: ljótukarlafélagið. Ég bað aldrei um skýringu á því heiti. Það átti bara svo vel við.

Maður gæti haldið, að eftir mikil hlaup yrði heilinn hreinn og endurnærður, eins og eftir sundssprett. Ekki fór mikið fyrir því hjá Ljótukarlafélaginu. Það voru einkennilegir hlutir sem komur stundum út úr þeim að hlaupunum loknum.

Ég man sérstaklega eftir einum sem snobbaði mikið fyrir skáldi í hlaupateyminu. Skáldið virtist ekki tala mikið. Eitt sinn masaði sá málglaði mikinn um Shirinovski hinn rússneska, sem honum þótti merkilegt að væri "gyðingur"; "Það skýrði ýmislegt", samkvæmt þessum spretthlaupara. Skáldið gaf frá sér eitthvað hljóð, sem kom út um nefið. Sá málglaði og másandi var alveg á því, að tillögur um að gera Ísland að fangelsi væri einmitt eitthvað sem aðeins gyðingar gætu hrint í framkvæmd.

Nú virðist sem þetta hlaupafélag sé búið að sætta sig við að Elli kerling tekur líka tolla af þeim sem hlaupa. Þeir sjást ekki lengur í Vesturbæjarlauginni, er mér sagt. En við þurfum enn mikið að koma fangelsismálunum í lag. Ekki fyrir Rússa. Þeir búa yfir aldagamalli hefði í fangelsum, hælum og gúlögum. Þeir kunna fagið.

Síðan Shirinovski stakk upp á því að gera Ísland að einu stóru fangelsi, er komið í ljós að stór hluti mektarmanna á Íslandi voru fæddir krimmar og fangelsislimir, og að á Íslandi eru mörg ljótukarlafélög sem bera það nafn með rentu. Það eru margir Íslendingar sem hafa hlaupið illa á sig. Nú vantar nýtt heimili fyrir fjárglæframenn og vítisengla.

Hvað með búðirnar við álverið á Reyðarfirði? Ég sá að þær voru nýlega boðnar til sölu - í heilu lagi. Er ekki nóg pláss þar fyrir alla krimmana? Búðir að rússneskri fyrirmynd í glæsilegri náttúruumgjörð. Stórmengun og margir kommar á svæðinu. Þarf nokkuð annað en girðingarefnið? Kannski hægt að fá það ókeypis frá Pútíníu. Þetta yrði atvinnuskapandi.

Í austrinu stígur sólin upp. ... sveifla haka og rækta nýja jörð! Siggi Einars, aftur nú...


« Fyrri síða

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband