Leita í fréttum mbl.is

KRANTAI

krantai 2

Nýlega fékk ég sent tímaritiđ Krantai 2009 (1), sem er litháískt menningartímarit. Ţví miđur get ég ekki lesiđ ţetta fallega tungumál, en mađur sér ţótt ólćs sé, ađ efniđ er afar vandađ.

Ekki er heldur viđ öđru ađ búast. Vinur minn, dr. Svetlana Steponaviciene bókmenntafrćđingur, er í ritstjórn ţessa heftis. Hún hefur ţýtt ýmis íslensk ritverk yfir á rússnesku og litháísku, og hún er mörgum á Íslandi vel kunn. Svetlana er međ grein í Krantai um hinn íslenskćttađa Ĺge Meyer-Benediktssen, sem er ţjóđhetja í Litháen. Ég hef skrifađ um hann hér á blogginu og einnig hér, og á í handriti grein um ćttir hans á Íslandi og í Danmörku, sem ég verđ ađ koma frá mér.

Einnig er mikil minningargrein eftir Svetlönu um hinn merka frćđimann og vin hennar, Jörund Hilmarsson  (1946-1992), sem hún kallar á íslensku: Jörundar saga Hilmarssonar Lithaugalandsfara. Jörundur var einn helsti sérfrćđingur heimsins í tokkarísku. Ég var mjög forvitinn er ég sá ţetta tungumál nefnt í fyrsta sinn. Ţađ var í tilkynningu um styrkveitingar frá íslenskum sjóđ, sem ég sótti einnig um fé í. Ég reyndi ađ kynna mér hvers kyns ţetta dularfulla tungumál var, en ţađ tókst ekki fyrr en seint og síđar meir er ég rćddi ţetta viđ góđan vin, sem vissi ýmislegt um ţetta tungumál. Hér má lesa um tokkarísku.

Krantai um Frón. Krantai ţýđir strendur. Ţetta er vandađ rit og góđur reki, sem ég get ţví miđur ekki nýtt mér frekar en tokkarísku, en ég er ekki í vafa um gćđin, ţví ég veit ađ Svetlana Steponaviciene hefur séđ til ţess ađ ţau voru mikil. Hún er einn af ţessum ekta Íslandsvinum.

Ţess má geta ađ skrifađi nýlega um tyrkneskt tímarit, sem var helgađ Íslandi ađ hluta til. Sjá hér.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband