Leita í fréttum mbl.is

Grófasti gaurinn í bankanum

Fordómar

Ekki ţarf mađur ađ spyrja ađ ţví. Misnotkun á örlögum gyđinga og lítilsvirđing viđ fórnarlömb nasismans er orđiđ vinsćlasta sportiđ hjá vinstrimönnum. Ţegar ţeir eru ekki ađ styđja viđ hryđjuverkahópa sem útrýma vilja Ísraelsríki, eru örlög gyđinga í síđari Heimsstyrjöld notuđ í alls konar tćkifćrishjal.  Ef vinstrimenn eru ekki ađ líkja Gaza viđ gettó, sitja ţeir á fundum í Landsbankanum og líkja venjulegum starfsmönnum ţar viđ fangaverđi í Auschwitz.

Ásmundur Stefánsson, nýráđinn bankastjóri, mun hafa gert ţađ á fundi međ starfsmönnum sl. fimmtudag (5.3.2009).

Ađ sögn starfsmanna lögfrćđisviđ bankans mun Ásmundur hafa sagt ţeim, ađ ţeir ćttu ađ vera auđmjúkari í störfum sínum fyrir bankann. Ţau orđ lét hann falla, ţegar einn ţeirra sagđi telja ađ í bankakerfinu bćru menn mismikla ábyrgđ. Tók sá sem dćmi, ađ ekki vćri hćgt ađ kenna ţeim sem seldu farmiđa um borđ í Titanic um hin hörmulegu endalok skipsins. Ţá mun Ásmundur sagt ađ samlíking viđ fangaverđi í Auschwitz vćri nćrtćkari.

Samkvćmt visir.is svarađi Ámundur ţessu: „Ég ćtla ekkert ađ fara ađ rekja trúnađarsamtöl mín viđ starfsfólk bankans viđ fjölmiđla. Eina sem ég get stađfest er ađ ţađ er alrangt ađ ég hafi líkt starfsfólkinu viđ fangaverđi,". Hann vildi hins vegar ekki svara ţví hvort hann hafi nefnt útrýmingarbúđir á einhvern hátt í máli sínu.

Ef Ásmundur hefur sagt ţetta, sýnir ţađ dómgreindarleysi og skort á mannúđlegri afstöđu. Vafalítiđ hefur mađurinn sem ţetta segir ekki lagt í vana sinna ađ vera auđmjúkur í störfum sínum. Hann verđur ađ bera ábyrgđ á ţessum ummćlum sínum.

Samlíking bankablóka viđ böđla nasismans er lítilsvirđing viđ milljónir manna, ćttingja ţeirra og afkomendur. Bankahruniđ á Íslandi, og afleiđingar ţess fyrir Íslendinga er eins og skógarferđ í Ţrastarlundi í líkingu viđ útrýmingarherferđ nasista. Venjulega starfsmenn Landsbankans á ekki ađ hengja fyrir afglöp Hrunadans útrásarsvína, en í honum tóku íslenskir vinstrimenn líka ţátt, og ekki tel ég alólíklegt ađ Ásmundur Stefánsson sé örlítiđ samsekur í ţví hvernig fór á Íslandi.

Nú á Ásmundur leik, hann ţarf ađ sýna hvers konar vörđur hann verđur í Landsbankanum. Hann var nú einu sinni framkvćmdastjóri Íslandsbanka. Kannski er hćgt ađ finna rót kreppunnar í störfum hans ţar?

Ég leyfi mér ađ lokum ađ vitna í Jónas (8.2.2009 á www.jonas.is), sem lýst hefur Ásmundi sem „Grófasta gaurnum":

"Ásmundur er grófasti gaur gamals kerfis, sem nú er veriđ ađ afnema. Hann lítur á hlutverk sitt sem ađferđ viđ ađ koma sér sem bezt fyrir viđ trogiđ. Öll nýju bankaráđin eru ţví miđur í gamla stílnum, skipuđ flokkspólitískum kommissörum. Ţeirra grófastur er ţó Ásmundur Stefánsson."


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Báru starfsmenn útrýmingarbúđa einhverja ábyrgđ á ţví sem ţar fór fram?

Matthías Ásgeirsson, 7.3.2009 kl. 11:10

2 Smámynd: Ađalbjörn Leifsson

Örugglega hefur Waffenn-SS hauskúpudeildin ekki boriđ neitt nema umhyggju fyrir skjólstćđingum sínum!!!

Ađalbjörn Leifsson, 7.3.2009 kl. 13:36

3 identicon

Já! Ţeir báru ábyrgđ.

Sjá t.d. ţessa bók og ţessa.

Carlos Ferrer (IP-tala skráđ) 7.3.2009 kl. 13:49

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Carlos, ég er alveg sammála ţér og hef einmitt lesiđ fyrri bókina, reyndar á ensku.

Er ţetta ekki ágćt líking viđ ábyrgđ sumra starfsmanna LÍ, eđa voru ţeir bara eins og ţeir sem seldu farmiđa í Titanic.

Vilhjálmur Örn er dálítiđ klikkađur og telur sig geta dćmt allt sem nefna eitthvađ sem tengist helförinni. Viđ hin verđum ađ vega og meta.

Matthías Ásgeirsson, 7.3.2009 kl. 19:11

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Og ég vil benda á bók Primo Levi If This is a Man

Bókin var valin besta sjálfsćvisögulega verk síđustu aldar. Frábćrlega skrifuđ af hógvćrđ og án gífuryrđa.

Ragnhildur Kolka, 7.3.2009 kl. 23:30

6 identicon

Ef Ásmundur Stefánsson er samn efnari allra vinstri manna er Árni Johnsen samnefnari allra hćgri manna.

Kolla (IP-tala skráđ) 8.3.2009 kl. 00:16

7 Smámynd: Sindri Guđjónsson

"Samlíking bankablóka viđ böđla nasismans er lítilsvirđing viđ milljónir manna, ćttingja ţeirra og afkomendur. Bankahruniđ á Íslandi, og afleiđingar ţess fyrir Íslendinga er eins og skógarferđ í Ţrastarlundi í líkingu viđ útrýmingarherferđ nasista."

Nákvćmlega

Sindri Guđjónsson, 8.3.2009 kl. 13:58

8 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Af hverju birtist ekki svar mitt viđ athugasemd Carlosar? Fasísk ritskođun?

Matthías Ásgeirsson, 8.3.2009 kl. 21:37

9 Smámynd: Sindri Guđjónsson

Sú fullyrđing Jónasar ađ Ásmundur hafi veriđ grófasti gaur gamla kerfisins er ekki studd neinum rökum, og virđist mér fráleit. Einnig vitum viđ ekki hvađ Ásmundur sagđi, svo ţađ er ekki hćgt ađ draga sterkar ályktanir um Ásmund út frá mögulegum orđum hans.

Ég vil einnig lýsa yfir ánćgju minni međ ţađ ađ hann bađ starfsfólkiđ ađ vera auđmjúkara í störfum fyrir bankann. Ţeir eru fulltrúar bankans, og bankarnir hafa leikiđ landsmenn grátt, og mega alveg vera auđmjúkir.

Sindri Guđjónsson, 9.3.2009 kl. 09:27

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Matthías Ásgeirsson: "Fasísk ritskođun"?????

Annars er ég guđ á ţessu bloggi. Passađu ađ ég kalli ekki yfir ţig plágur, ef ţú ert međ svona orđbragđ.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.3.2009 kl. 12:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband