Leita í fréttum mbl.is

Margumtalađar dagbćkur

 

Dagbók Johannesens

 

Hin mikla umrćđa um dagbćkur Matthíasar varđ til ţess ađ ég settist niđur og las nokkrar síđur.

Ekki get ég fallist á ađ ţetta séu góđar heimildir um sögu Íslands á seinni tímum eins og sumir menn telja. Ţetta er fyrst og fremst túlkun Matthíasar á atburđum líđandi stundar, sem snúa ađ honum og nánasta hópi einhverra karlpunga sem hann hefur umgengist. Svo er ţetta heimild um innrćti og persónugerđs pólitísks skálds í dvergríki. Kannski líka góđ heimild um ađ ćđstu yfirmenn okkar hafi ekki alltaf veriđ neinir ţokkapiltar, og ađ ţeir hafi oft lagst mjög lágt ţegar ţeir voru til dćmis ađ velta fyrir sér sjúkrareikningum fyrrverandi forsetafrúar. En sýnir ţađ ekki líka ađ ţeir eru mannlegir eins og skáldin og viđ hin hinir dauđlegu borgarar og ţorparar?

Guđmundur Magnússon  telur ađ Matthías ćtti ađ hafa beđiđ menn ađ lesa sumt af ţessu yfir, áđur en ţađ var birt. Yfirlestur á gögnum frćgra manna, áđur en ţau er sett á skjalasöfn eđa opinberuđ, eru stundum nauđsynleg fjölskyldunnar vegna, en einnig vegna ţeirra skítverka sem ţeir kynnu ađ hafa framkvćmt og sem fjölskyldan og stjórnmálaflokkurinn vilja ekki ađ séu á vitorđi allra. Ćtli slík "ritskođun" hafi nokkru sinn átt sér stađ á Íslandi? Í ekta lýđrćđisţjóđfélagi ćtti ţađ auđvitađ ekki ađ vera nauđsynlegt.

Nú var Matthías bara ritstjóri, svo hann hefur svo sem fullan rétt á ţví ađ setja sjálfan sig á útopnuna međ ţessum hćtti í ellinni. Mín heimildagagnrýni segir mér hins vegar, ađ dagbókabrot Matthíasar hafi veriđ vel lesin yfir, og stundum lćđist ađ mér sá grunur, án ţess ađ ég geti sannađ eitt eđa neitt ađ skáldskapargáfa Matthíasar hafi stundum boriđ hann ofurliđi ţegar hann sat og skrifađi dagbókina. En ţetta er bara getgáta. Ţegar ekki veriđ ađ velta sér upp úr stjórnmálum er oft gaman ađ lesa dagbókina t.d. kaflann sem ber yfirskriftina Í lok Október - Eftirmáli (1998).

Ég hef sjálfur unniđ viđ útgáfu dagbóka, flóttamanna og diplómata. Ég verđ ađ segja, ađ ţörf manna á birtingu dagbókabrota í lifanda lífi, geti bent til ţess ađ ekki sé allt međ felldu. En ekki segi ég ađ svo sé í tilfelli Matthíasar, enda er Matthías heiđvirđur mađur og ég ţekki hann ekki af neinu misjöfnu. Ţekki hann reyndar bara ekki neitt og ćtti kannski ekki ađ vera ađ blanda mér í hans útgáfumál. Annar rithöfundur, Guđbergur Bergsson, hefur ţetta ađ segja um menn sem opinbera sig á bloggum og vćntanlega líka í dagbókum á Netinu: Blogg er viss tegund af blađri, viss belgingur, sjálfshyggja á afar lágum nótum. Ţađ er útbreiđsla eldhússins sem ríđur hvarvetna húsum í skvaldurmenningu samtímans, kerlingaskvaldur í skólagengnum búningi "földu svuntunnar".

Mikiđ vćri gaman ađ sjá origínalinn af ţessum strjálu og oft á tíđum gloppóttu dagbókafćrslum hans Matthíasar Johannessens. Voru ţetta dagbćkur eins og ţessi ađ ofan, stílabćkur, minnisbćkur frá Shell, eđa laus blöđ á borđinu sem heftuđ voru saman viđ tćkifćri? Bíđ ég svo eftir ţví ađ fá svör viđ ţví unz Matthías er búinn ađ setja ţćr á pdf skrár í náinni framtíđ, svo ţjóđin geti líka skođađ rithandasýni hans í allri skvaldurmenningunni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ţađ er augljóst ađ lesa hefur ţurft yfir ţegar dagbćkurnar voru settar á netiđ. Ég gćti trúađ ađ ţá hafi ýmislegt veriđ ritskođađ.  Ég held líka ađ Matthías hafi alltaf ćtlađ sér ađ birta dagbćkurnar síđar, sem "bókmenntir" og ţćr séu ţví í rauninni ekki einkalegar dagbćkur.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 21.8.2008 kl. 16:24

2 identicon

Veistu hvađ, gamli minn. Ég hef heyrt ađ Matthías sé löngu dauđur og grafinn. Hann hafi falliđ međ sćmd úr kommakrampa undir lok kalda stríđsins en ţví hafi veriđ haldiđ leyndu af miskunnsemi viđ ţrjá fjörgamla menn hér í bć sem eru einu eftirlifandi unnendur Morgunblađsskáldskapar í landinu og forfeđur fjölmargra ćttbókarfćrđra flokksgćđinga. Dagbćkurnar séu ţví falsađar, líklega gerđar af Arnarhólsmóra, kunnum galgenvogel og  ćrsladraug sem ţekktur er ađ talnasukki og samlagningarbrellum í sjúkrahúsreikningum. Ţú manst nú hvernig fór međ heillakarlinn hann Trevor-Roper og skrćđur Hjalta sálađa hérna um áriđ. Svo viđ skulum vera varir um okkur.

Ţađ sagđi mér ţetta valinkunnur stjórnmálamađur sem ég borđađi međ plokkfisk á matstofunni Slúddunni um daginn. Hann var stađráđinn í ađ bjóđa sig fram og taldi sig eiga mikiđ fylgi víst. Ţar til ég minnti hann á ađ hann vćri í Framsóknarflokknum.

Kristján Sveinsson (IP-tala skráđ) 21.8.2008 kl. 23:43

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég dáist ađ hugkvćmni ţinni í myndskreytingum á bloggsíđunum ţínum Vilhjálmur. Ţćr eru ávallt góđar, myndirnar sem ţú velur.

Hvađ varđar dagbókarbrot hef ég enga skođun og finnst eitthvađ óáhugavert hvernig fjölmiđlar hafa veriđ ađ draga út einhverjar blammeringar brćđra í stjórnmálum frá ţví sautjánhundruđ og súrkál. Svoleiđis ofanaf flettingar fölna auđvitađ í samanburđinum  viđ samskiptahćfni borgarfulltrúa nú á dögum, sem eru líka eitthvađ ótrúlega óáhugaverđ samkoma. Ég var svo heppin ađ fá aldrei verulegan skólaleiđa en skynja ađ ég er ađ fá einhvern illţyrmilegan stjórnmálaleiđa ţessa dagana.

Anna Karlsdóttir, 23.8.2008 kl. 00:55

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ţakka ykkur fyrir gott fólk. Anna pottur og panna, ég er sammála ţér um stjórnmálin. Ţađ eru fáar skemmtilegar myndir sem geta lýst ţeim.

Kristján Pax Sveinsson, međhöfundur minn ađ bókinni Rómanska Ameríka, sem gefin var út í MH á ţeim árum ađ okkur dreymdi um ađ get tekiđ ţátt í einhverri blóđugri byltingu. Hvar er matstofan Slúddan, međ leyfi? Eigum viđ ekki heldur ađ fara ađ ganga frá dagbókinni okkar? Viđ sjáumst ţegar ţú kemur til Kaupmannahafnar međ ţinn betri helming.

Sigurđur, mér ţykir ţetta eitt af ţví besta sem Matthías hefur sent frá sér, fiction or non-fiction.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.8.2008 kl. 18:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband