Leita í fréttum mbl.is

Ljóshćrđa hommaveislan í Belgrad

  Bilan Jewish

Ég tek ţađ bara strax fram, ađ ég hef ekkert á móti hommum eđa ljóshćrđu fólki, en ég hata Melódígrandprixiđ. Ţar sem ađeins eitt sjónvarpstćki er á mínu heimili, var ég neyddur til ađ hlusta á ófögnuđinn međ öđru eyranu. Ég settist auđvitađ fyrir framan altariđ ţegar leyst var um "Lífstykkiđ" frá Íslandi, og svo hertók ég sófann í allri lengd minni og horfđi á restina međ fjölskyldunni međ einu auga.

Atkvćđagreiđsla söngvakeppninnar hefur mér hins vegar um árabil ţótt hin besta skemmtun. T.d. ađ sjá hvernig hćgt er ađ strika línu gegnum Evrópu hvađ varđar tónlistasmekk, sem t.d. sameinar forna fjendur, sem gefa hver öđrum 12. stig.

Annađ, sem greinilega sameinađi fólk í ár, ađ minnsta kosti ţá sem kynntu niđurstöđur var ađ "Blondes have more fun". Úr ţeim stóra hópi kynna, sem sýndi perlutennur og lélega tungumálakunnáttu, voru ađeins örfáar brúnkur. Allir hinir voru blond, nema ein keltnesk rauđka frá Írlandi. Flestir ţeirra ljósćrđu voru auđvitađ ekki "natural blonde" og einhverjir afkomendur Júrís og Svetlönu, sem lengi stýrđu atkvćđagreiđslunni í ráđsstjórnartíđinni, voru greinilega búnir ađ komast í klórínfötur mćđra sinna.  

"Hommaveisluna" verđ ég auđvitađ ađ skýra, svo ég fái ekki heimsókn af fullt af reiđum drengjum í leđurfötum (ég er bara ađ grínast). Einhvers stađar hef ég lesiđ ađ ţessi mikla hátíđ heilli mjög samkynhneigđa menn. Ţađ er glamúr á fullu. Ţegar mađur sér close up á milli laga af ţeim karlmönnum sem standa og flagga á fremsta bekk, um leiđ og ţeir benda á strákinn viđ hliđina á sér, má lesa ţetta á varir ţeirra: "Hć mamma, ţetta er kćrastan mín!". Međal listamannanna flögrađi mađur frá fjarlćgu landi, sem ég vissi varla ađ vćri til. Hann bar vćngi búna til úr reittum hćnsnafjöđrum. Ljóshćrđur kynnir niđurstöđva í Ţýskalandi var líka búinn ađ fá sér slíkt flugfiđur. Fiđrađir menn eru fallnir englar.

Mikiđ er spekúlerađ á netinu um kynhneigđ sigurvegarans Dima Bilan (sem upphaflega hét Viktor Belan). Hann ólst í Tatarstan, ţar sem margir Tatarar búa. Ekki mun Bilan ţó vera Tatari. Bilan er heldur ekki ljóshćrđur, en bćtti ţađ upp međ ţví ađ láta ljóshćrđa skautadrottningu sveima kringum sig á sviđinu í gćr. Ţađ sýnir kannski ekki neitt, nema ef til vill lélegan smekk. En aumingja Bilan er fyrir utan ađ syngja fyrir Rússland og vera grunađur um ađ vera gay, gyđingur og stuđningsmađur Ísraels. Getur ţađ orđiđ verra?

Ég lćt ţví flakka mynd af Bilan međ konu upp á vangann og hálsmen sem gefur trúhneigđ hans til kynna. Hér fyrir neđan er kvikmynd frá heimsókn Bilans í Ísrael áriđ 2006, ţar sem hann talar viđ rabbína og dáta og fitlar ađeins viđ Grátmúrinn. Og ţessi mynd, sem móđir Bilans hefur sett á YouTube, sýnir ađ Bilan á vissulega líka margar vinkonur - enda er hann sćtur! Ţiđ verđiđ ađ viđurkenna ţađ, ţótt hann sé ekki ljóshćrđur.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ađalbjörn Leifsson

Nú er Bílan ţá ekki Aríi?

Ađalbjörn Leifsson, 25.5.2008 kl. 19:16

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hann getur sungiđ aríur, enda međ klassíska menntun.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.5.2008 kl. 19:47

3 Smámynd: Arafat í sparifötunum

Snilldar pisstill hjá ţér Vilhjálmur...skil ekki ţessa ofdýrkun á ljósu hári...ég er sannfćrđ um ađ ţađ er meira stuđ hjá keltnesku rauđkum eins og mér en túbulituđum blondínum sem eiga lögheimili i ljósabekk...

Arafat í sparifötunum, 25.5.2008 kl. 22:35

4 Smámynd: halkatla

ţú hefur vćntanlega haldiđ međ Ísrael?

halkatla, 26.5.2008 kl. 21:00

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nei, nei Anna Karen, ég hélt ekki međ neinum. Ég trúi ađ lýđrćđislegar kosningar meirihlutans. T.d. veit ég ađ Tyrkir fá alltaf mörg atkvćđi í Ţýskalandi, vegna ţess ađ Tyrkir ţar í landi eru öflugi áhorfendur Júrúvisjónsins. Mér ţótt breska lagiđ ţćgilegt ađ hlusta á í bílnum og og norska lagiđ hefđi ég kosiđ ef ég kynni ađ SMSa.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.5.2008 kl. 05:04

6 Smámynd: halkatla

mér fannst Israel ţriđja besta lagiđ, ţađ voru bara 3 góđ. Ţú hefđir sko ekki ţurft ađ skammast ţín neitt fyrir ţađ

halkatla, 27.5.2008 kl. 12:26

7 Smámynd: Sigurbjörg Sigurđardóttir

Skemtileg fćrsla.

Sigurbjörg Sigurđardóttir, 27.5.2008 kl. 14:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband