Leita í fréttum mbl.is

Isländer auf der Reise

Isländer auf der Reise2 

Nýlega keypti ég ţetta óhrjálega blađ í Hollandi vegna myndarinnar (sem er hćgt ađ stćkka međ ţví ađ klikka nokkrum sinnum á hana) og textans undir henni.

Myndin er af ferđalöngum. Konu sem ríđur í söđli og tveimur mönnum međ barđastóra hatta.

Fólkiđ er allt frekar skuggalegt og ekki nóg međ ţađ, ţví er í textanum undir haldiđ fram ađ ţarna séu Íslendingar á ferđ. Kannski einhverjir í útrás? Líklega er ţađ rétt tilgáta, ţar sem ţeir teyma á eftir sér fimm asna. Auđvitađ hefur alltaf veriđ fullt af ösnum á Íslandi, en ekki fjórfćttum eins og ţeim sem er á myndinni. Kannski eru ţetta Íslendingar á suđurgöngu, eđa jafnvel Zoëga fjölskyldan á leiđ norđur? Eđa eru ţetta bara myndabrengl í bókinni Europäer auf der Reise? Ítalir á ferđ, og á síđunni ţar sem stendur "Italiäner auf der Reise" munum viđ  finna Íslendingana.

Mér leikur forvitni á ţví ađ vita hvađ ţetta er. Allar tilgátur eru vel ţegnar.

Ég veit ţó svo mikiđ ađ ţetta mun vera rifrildi úr einhverri ţýskri skólabók frá miđbiki 19. aldar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Ţorsteinsson

Hér er ein útgáfa af: Isländer auf der Reise.

Ţessir Isländer fara hratt yfir !

Kveđja.

Loftur Altice Ţorsteinsson, 2.11.2007 kl. 11:12

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ţessi landkynningateikning mun hafa veriđ gerđ af Karl Paul Ţemistoklesi Eckenbrecher, sem var ţýskur ferđalangur og rómantísku klisjumálari og mun ţetta vera frá 1874. Hann hefur sett reyndar sett fćreyskan karl sem útvörđ í hćgra og neđra horn myndarinnar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.11.2007 kl. 11:59

3 identicon

Ţessir hattar minna jafnvel á 16. aldar klćđnađ, en mig minnir ađ hafa séđ handritslýsingu sem sýnir fyrirmenni á ţeim tíma međ svo barđastóra hatta. Ţeir voru hinsvegar mun hćrri líka.

Klćđnađurinn líkist engan veginn (svo ég muni) nokkrum ţeim myndum sem sjást má í bókum Gaimards eđa Stanleys (ţó stanley kallinn sé kannski međ ótraustari myndir).

Mér dettur í hug ađ teiknarinn hafi einfaldlega skáldađ ţetta frá eigin höfđi. En teiknari Stanleys virđist hafa teiknađ enska hesta og fyrirmenni í stađ íslenskra og einbeitt sér ađ öđru í myndum sínum af Íslandi.


Pétur Guđmundur Ingimarsson (IP-tala skráđ) 3.11.2007 kl. 15:40

4 identicon

Er ţetta ekki asnar frekar en hestar? Mér finnst uppstillingin minna á Maríu, Jósef og flóttann til Egyptalands.

Skúli Páls (IP-tala skráđ) 5.11.2007 kl. 15:44

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég skrifađi asnar, ţú skrifar asnar, Jose Maria Aznar.  Er ţetta ţá Jesús, María, Guđ og asnarnir á leiđinni til Egyptalands? Mennirnir eru tveir. Kannski sagđi Maja okkur ekki allan sannleikann. Nema ţá ađ Guđ sé Isländer! Jah, ţađ er aldrei ađ vita........

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.11.2007 kl. 22:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband