Leita í fréttum mbl.is

Vestfjarđarćđa

Bolungarvík

Bolungarvíkur beach 

Ég er búinna ađ vera á Vestfjörđum í síđan í september, reyndar tók ég smá frí og fór međ fjölskylduna til Hollands um miđjan september. En nú er ég brátt á förum til flatlendis Danmerkur í mína ćvilöngu útlegđ, útrás.       

Ég er núna í Bolungarvík sem er hinn besti bćr. Mér ţykir kyrrđin hér ígulfalleg. Mađur getur snemma ađ morgni heyrt björg hrynja í fjallinu Erni og ölduna falla ţungt á sandinn í fjörunni sunnan viđ bćinn. Hér snjóađi í fyrrinótt og enn er hvítt yfir öllu. Engin merki um heimshitnun hér.

Ţetta las ég í Blađinu í gćr: "Um fjögur hundruđ gestir sóttu sundlaugagarđinn í Bolungarvík um síđustu helgi. Gestafjöldi í sundlauginni hefur slegiđ öll fyrri ađsóknarmet síđustu daga."

Ekki vissi ég ađ Bolvíkingar vćru svona glađir yfir ţví ađ sjá mig í sundi, en nú veit ég ađ gleđin var ekki mín vegna og mannfjöldinn var vegna ţess ađ sundlaugagarđurinn er nývígđur. Ţarna er forláta rennibraut sem krakkar bćjarins og einstaka fullorđinn nota grimmt. Hreinn lúxus.

Um leiđ og ég les Blađiđ heyrđi ég vitleysinga og aumingja fyrir sunnan tala um lok búsetu á Vestfjörđum. Hér er ekkert fararsniđ á mönnum. Engin ástćđa til ţess! Hér lifđu menn af í vosbúđ  verbúđanna í áratugi og aldir og ţeir sterkustu eru hér enn. Menn vilja fćstir flytja í verbúđ í Grafarvoginum.

Og nú kemur holskeflan, ţví sjaldan skrifa ég nema ţađ stingi.

Níels A. Ársćlsson heitir gćđabloggari sem oft hefur líkt "ástandinu" á Vestfjörđum viđ helför gyđinga. T.d. hér http://nilli.blog.is/blog/nilli/entry/231624/

Ţví miđur get ég ekki séđ helförina hér. Ekki óku gyđingar og sígaunar um í Volvo jeppum í gettóum. Reyndar er hér nokkuđ af Pólverjum sem gćti gefiđ assósíasjón, en ţeir virđast vera hiđ besta fólk, sem vinnur sína vinnu eins og ađrir Vestfirđingar. Og kvótinn er ekki Entlösung ţótt ađ bloggarinn Nilli haldi ţví fram.

Vestfirđingar sem vćla, verđa farnir ađ lifa Bónuslífi í Reykjavík međ Glitnispunkta fyrr en varir, en Vestfirđingar sem ţrauka, munu erfa landiđ. Hér er ekkert nema framtíđin. Ţađ er hins vegar ekki hćgt ađ segja um loftbelgskapítalismann sem allir dýrka fyrir sunnan. Ég hef ekkert á móti kapítalisma, en ţađ form hans sem stundađ er í landnámi Ingólfs er ónáttúra og systir hennar grćđgin er međ í leiknum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband