Leita í fréttum mbl.is

Friedman, hvar ertu?

 

Hérna áđur fyrr í annálum, sem skrítnir karlar međ gigt skráđu í moldakofum, var oft minnst á undur: Tvćr sólir á himni, tvíhöfđa hunda, áttfćttan kálf og framandi dýr sem rak ađ landi, og sem ef betur er ađ gáđ í dag reynast vera erlendir skipshundar. En í dag er ađalviđundriđ á Íslandi hiđ íslenska efnahagsundur.

Ef dćma má út frá grein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á bls. 24 i Fréttablađinu í dag, á hiđ íslenska efnahagsundur sér ţó alveg eđlilegar ástćđur og Hannes telur, ađ viđ getum veriđ hreykin af kapítalistunum okkar. Sjá grein HHG: http://www.visir.is/ExternalData/pdf/fbl/070921.pdf eđa hér http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/317826/

Ég hef fyrir venju ađ hreykja mér ekki af gerđum annarra, ekki einu sinni sigrum landsliđsins í fótbolta. Ég gleđst hins vegar yfir velgengi annarra, ef hún er byggđ á góđum grundvelli. Vegna ćttartengsla minna viđ Holland og ţekkingar minnar á ţví hvernig kapítalisminn ţróađist og ţróast enn í Niđurlöndum, er ég ekki eins fjálgur í ađ hreykja mér af velgengi landa minna í kapítalismanum eins og Hannes Hólmsteinn.

Ég var međ fjölskylduna í Hollandi í síđustu viku fram í ţessa. Ţar tók ég vel eftir ţví ađ Hollendingar lifa enn eftir prinsippum 17. og 18. aldar um ađ ađhald skuli haft í anda Kalvíns, og öryggi og framsýni sem ţeir lćrđu best af portúgölsku gyđingunum og öđrum flóttamönnum sem tóku kapítalismann međ sér eđa fullţróuđu hann. Hvergi greiđir mađur međ greiđslukorti í Hollandi nema vera tékkađur í bak og fyrir, ekki einu sinni ţótt ţađ sé plátínukort. Hollendingar vilja helst seđla á borđiđ í míkróviđskiptum og helst einnig í makróviđskiptum.

Eftir ađ hafa skiliđ fjölskyldu mína eftir í kratahverfinu okkar í Danmörku, hélt ég til tímabundinnar vinnu minnar á  Íslandi. Ţađ fór ekki fram hjá mér ađ margir farandverkamenn voru í flugvélinni, fyrir utan farandsveininn Bubba Morthens, sem var ţó betur fatađur en kollegar hans frá Póllandi. En eru pólskir lassarónar, sem rađa sér fyrir utan flugstöđvarbygginguna og drekka fimm bjóra áđur en einhver listrćnn íslenskur "kapítalisti" kemur og sćkir ţá međ eitt nafnnúmer fyrir 50 manns, sú "lífrćna íslenska sköpun", sem Hannes Hólmsteinn skrifar um í merkri grein sinni í Fréttablađinu í dag?

Einkavćđing er holl, en er einkavćđing á Íslandi alvöru einkavćđing? Ég leyfi mér ađ draga í efa ađ ör framsala á fyrirtćkjum eđa á hlut í fyrirtćkum, sem bjargađ hafa veriđ úr krumlu ţjóđnýtingar, sé holl. Og ţá skiptir mig engu máli hvort til hafi orđi 370 milljarđar króna fyrir samfélagiđ.  Hreyfingar í íslenska efnahagsundrinu er býsna hrađar. Svo hrađar, ađ manni finnst mađur vera í fjölleikahúsi ţar sem einungis koma fram töframenn sem sérhćfa sig í hröđum bellibrögđum. 

Er fjármagniđ orđiđ virkara en ţađ var áđur á Íslandi? Ađ sjálfsögđu. En virkt fjármagn er ekki endilega öruggt fjármagn og virkt fjármagn gćti skyndilega orđiđ ofvirkt, enda íslenska viđundriđ ađeins lítil bóla á stćrra viđundri, sem gćti lent í annálum fyrr en varir, ef einhver olíumógúll á sandhrúgu í suđurlöndum sýndist svo. Íslenskir kapítalistar eru líka greinilega fćstir í ţví ađ skapa auđ í almenningsţágu. Sala á hlut í Icelandair nýlega sýnir ađ börn Framsóknarhyggjunnar eru söm viđ sig. Gamli sveitakapítalisminn lifir enn góđu lífi á Íslandi - eins og grein Lúđvíks Hermanns-Gizurarsonar undir grein Hannesar sýnir vel. Menn dreymir gamla daga.

Heavy stuff, these Icelandic economics


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband