Leita í fréttum mbl.is

Brot úr sögu Flateyjar

Het huis2 

Ţegar ég sá viđtaliđ viđ Ragnar Edvardsson fornleifafrćđing nýveriđ, var mér hugsađ til annarrar fornleifarannsóknar, sem vegna fjárskorts var aldrei kláruđ. Ţađ var rannsókn á flaki hollenska skipsins Melkmeyt, Mjaltastúlkunnar, sem sökk viđ Flatey á Breiđafirđi áriđ 1659.

Skipiđ var hlađiđ varningi, líklegast vöru sem skipverjar seldu vel álnuđum Íslendingum til ađ drýgja hlut sinn. Skip, eins og ţađ sem lagđist ađ viđ Viđey, var líklega á ferđ til ýmissa hafna Hollendinga á norđurslóđum til ađ sćkja lýsi og fisk. Mesta magn leirkera, sem fundist hafa  í einni og sömu fornleifarannsókninni á Íslandi, fannst viđ köfun dr. Bjarna F. Einarssonar og félaga niđur á flakiđ áriđ 1993 (sjá skýrslu Bjarna í Árbók hins íslenska Fornaleifafélags áriđ 1993), en ég var ađ nafninu til stjórnandi rannsóknarinnar, enda landkrabbi.

Fluite

Einhvern veginn svona leit Melkmeyt út áđur en hún sökk

Leirkerabrotin í Melkmeyt eru miklar gersemar. Flest leirkerabrotin úr Melkmeyt eru hollensk ađ uppruna. Melkmeyt er í raun "Gullskipiđ". Öll leit af Het Wapen van Amsterdam var út í hött.  

Ég fór áriđ 1995 gagngert til Hollands međ brot af nokkrum leirmunum, sem mig grunađi ađ gćtu veriđ lengra ađ komin en úr Harlem og Delft eđa nćrliggjandi plássum í Hollandi, ţađan sem meginţorri leirtausins er ćttađur. Í Amsturdammi gekk ţar á fund sérfrćđings, sem heitir Jan M. Baarts. Jan samţykkti ađ skođa leirkerabrotin og myndir af öđrum brotum sem honum yrđu send. Hann var á sömu skođun og ég. Skipverjarnir á Melkmeyt ćtluđu greinilega ađ selja Íslendingum gćđadiska frá Ítalíu. En septembernótt áriđ 1659 gerđi mikinn storm á Breiđafirđi og eldur braust út um borđ á Melkmeyt, sem kom í veg fyrir frekari sölumennsku skipverja.

Brotiđ hér ađ neđan er frá Norđur-Ítalíu. Áđur en ítölsku diskabrotin fundust í Flatey, höfđu sérfrćđingar í Hollandi aldursgreint ţessa tegund leirtaus til 1650-1660. Aldur brotanna í flaki Melkmeyts passar eins og flís í rass á ţeirri aldursgreiningu og gerđafrćđi annarra forngripa í flakinu.

Faenza Italiana2

Brot af ítalskri skál sem fannst í flaki Melkmeyt viđ Flatey

Samkvćmt Kjósarannáll tókst međal annars ađ bjarga hrísgrjónum úr flakinu og hafđi áhöfnin ţau til matar um veturinn, en Íslendingar gaukuđu ađ ţeim öđru matarkyns og hafa vonandi fengiđ hrísgrjónagraut hjá Hollendingum og smá jenever sem ţakkir fyrir hjálpina viđ skipbrotsmennina.

Gaman vćri ađ heyra álit manna á ţví hvort ekki sé kominn tími til ađ klára rannsóknina í Viđey.

Ţetta vćri verkefni sem íslensk stórfyrirtćki gćtu međ góđu móti styrkt. Heyri ég gjarnan frá einu ţeirra.

Bíflugan síúđrandi2

Býflugan vinnusama. Hana er ađ finna á nokkrum brotanna úr Melkmeyt

China Style2

Diskur međ skreyti ţar sem líkt er eftir kínversku postulíni

© dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafrćđingur


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir ţetta merkilega og fróđlega ágrip.  Mér varđ hugsađ til ţess hvort fjárskortur til slíkra vísinda hafi valdiđ ţví ađ fleiri mikilvćg prójekt hafi veriđ söltuđ?

Vćri gaman ađ bera saman útlát í fornleifarannsóknir hér og í nágrannalöndum.  Ég hugsa ađ viđ stöndumst hann illa.  Ćtli ţađ megi ekki vćnta fjárskorts nćstu ár á međan menn eru ađ jafna sig eftir endurbyggingarfylleríiđ á safninu.  Ađbúnađur ađ fornleifum hér og rannsóknum finnst mér hafa veriđ til háborinnar skammar.

Ţjóđminjasafniđ hefur alla tíđ veriđ međ geymslur í skúrrćksnum hist og her og hafa mikil verđmćti fariđ í súginn ţar vegna bruna, raka og annara skemmda.  Nú erum viđ ţađ rík á pappírnum ađ ţađ ćtti ađ vera lag fyrir ykkur frćđingana ađ taka saman höndum um ađ lobbya fyrir ábyrgari stefnu og meiri peningum.

Vona samt ađ einkageirinn rétti ykkur hönd líka. Ţađ eru mörg og mikilvćg verkefni framundan, eins og ţetta sem ţú fjallar um.

Mér hefur álltaf langađ til ađ menn grćfu í sjúkrahússtúniđ á Ísafirđi, ţar sem fyrsta kirkjan stóđ og bćr Jóns Magnússonar ţumals.  Píslarsagan á sér fastar rćtur í mennngarsögu okkar og ekki úr vegi ađ gefa henni umgjörđ ţar til ađ halda á lofti minningunni um galdraofsóknirnar, sem enn blossa upp í dag undir misjöfnum formerkjum.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.7.2007 kl. 12:57

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ţakka ţér fyrir Jón Steinar. Gott er ađ hafa stuđningsmann í ţér fyrir fornleifarnar. Jú, ţađ ţarf mikla peninga í ţessar rannsóknir, en líka í útgáfustarfsemi, sem vill gleymast. Ţađ er ekki nóg ađ skrifa litla skýrslu og tvćr setningar á www. Almenningur á rétt á ţví ađ lesa og sjá ţađ sem fundist hefur og sjá og lesa hvađ rannsóknir á munum og minjum hafa leitt í ljós.

Önnur söfn en Ţjóđminjasafniđ og Ţjóđmenningarhúsiđ ţurfa ađ geta sýnt ţjóđararfinn. Ţađ vantar stuđning viđ ţau.

Uppgröfur í sjúkrahússtúniđ á Ísafirđi er óneitanlega spennandi verkefni. En hefur ekki veriđ rótađ óhemju mikiđ ţarna?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.7.2007 kl. 07:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband