Leita í fréttum mbl.is

Tréđ er fundiđ

19_england_to_iceland_fornleifur_copyright.jpg

Óhemjugaman er ađ sjá hve heitt sumir Íslendingar una landi sínu og jafnvel sérhverri hríslu sem í landinu grćr. Fornleifur segir ţessa dagana frá elstu skuggamyndunum međ íslensku efni sem framleiddar voru á 9. áratug 19. aldar á Englandi.

Ţegar mynd af einmanna reynitré í fjallshlíđ í Grafningi birtist, spurđi Fornleifur menn, hvort menn vissu nákvćmlega hvar ţetta tré vćri eđa hefđi veriđ. Ekki vantađi svörin. Menn voru ólmir eftir ađ leysa gátuna. Svo var einnig um mynd af skipinu Camoens sem reyndist vera tekin í Trékyllisvík en ekki viđ Akureyri eins og menn á 19. öld héldu fram (sjá hér og hér).

Loks leysti Ágúst H. Bjarnason grasafrćđingur gátuna um reyninn, enda hafđi fađir hans Hákon Bjarnason skógrćktarstjóri eitt sinn skrifađ um hann.

Reynirinn stóđ lengi í hlíđum Bíldsfells í Grafningi en var ađ lotum kominn áriđ 1944 ţegar Vilhjálmur S. Vilhjálmsson (Hannes á Horninu) skrifađi síđast grein um hann í Alţýđublađiđ og greindi ţar frá ţeim ljóta siđ sem Íslendingar og síđast Bretar og Kanar höfđu haft viđ ađ skera nafn sitt í hiđ einmanna tré.

Ef einhver nennir ađ hlaupa upp í hlíđar Bíldsfells, vćri gaman ađ fá ađ vita, hvort blessađ tréđ hafi dáiđ Drottni sínum, eđa hvort ţarna vex enn reynir af sömu rótinni. Myndir vćru vel ţegnar.

19_detail_copyright_fornleifur.jpg


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband