Leita í fréttum mbl.is

Auf wiedersehen Dr. Brinkmann

706366.jpg
 

Nú þegar ljóst er orðið að ESB tekur ekki nýja meðlimi í gullvagninn, er líklega best fyrir Matthias Brinkmann stækkunarsendiherra sambandsins í Reykjavík að pakka áföllnum prófskírteinum sínum og halda af landi brott. Hann hefur ekkert lengur að gera á Íslandi.

Sjá fyrri færslur um Brinkmann hér og hér

Ég hef nýlega reynt að fá upplýsingar um Matthias Brinkmann, því upplýsingar sem hann gefur upp á síðu ESB stangast á við upplýsingar sem ég hef fengið hjá þeim aðilum sem hann segist starfa fyrir.

Í  mars sl. var ég beðinn að senda erindi mitt á erlendum tungumálum og sendi ég það umsvifalaust á ensku og þýsku

Svar kom ekki fyrr en í lok júní. Klemens Þrastarson fyrrv. blaðamaður og nú starfsmaður ESB sendiráðsins á Íslandi skrifaði:

" Sæll Vilhjálmur Örn,

Ekki verður séð af fyrirspurn þinni að þú eigir tilkall til þess að geta krafist upplýsinga um einkalíf sendiherrans. Hins vegar er ein spurning þín almenns eðlis. Sú fjallar um heiti danskrar stofnunar. Þegar Brinkmann starfaði þar var hún kölluð Forskningsdirektoratet á dönsku en jafnan vísað til hennar á ensku sem Ministry of Research.

Bestu kveðjur"

Ég svaraði um hæl því ég læt ekki menn bíða í 3 mánuði eins og ESB:

"Sæll Klemens,

vegna svars þíns við erindum mínum til sendiráðs ESB á Íslandi, langar mig að taka fram að ég hef alls ekki spurt um einkalíf sendiherra ESB á Íslandi eins og þú heldur fram í tölvupósti þínum 30. júní 2014. Einkalíf hr. Brinkmanns er mér er algjörlega óviðkomandi. Þessi ásökun/skoðun þín er mjög fjarstæðukennd og nokkuð alvarleg að mínu mati. Ég hef spurt um atriði í ferli Brinkmanns sem embættismanns hjá ESB og annars staðar, atriði sem hann upplýsir lauslega um á vefsíðu ESB. Þú vísar til ítarlegra spurninga um þessar upplýsingar sem röskun á einkalífi sendiherrans og er mér það algjörlega óskiljanlegt. Mér skilst á svari þínu, að sendiherra ESB á Íslandi telji eftirgrennslan um upplýsingar um embættissögu þá sem hann setur á ESB-vefsíðu vera hnýsni í einkalíf sitt. Það er hvorki rétt túlkun samkv. þýskum, íslenskum lögum, né reglugerðum ESB.

Hvað varðar þá upplýsingu sem þú segir að sé svar við spurningu minni sem sé almenns eðlis, langar mig að taka fram: Þegar Forskningsdirektoratet í Danmörku varð fullgilt direktorat árið 1988 tilheyrði það Undervisningsministeriet (Enska: Ministry of Education) og hélt áfram að tilheyra því ráðuneyti meðan að direktoratet var til. Direktorat á dönsku hefur ávalt verið þýtt directorate á ensku. Þessar upplýsingar hef ég bæði frá Undervisningsministeriet (Ministry of Education),  og Ministeriet for Uddannelse og Forskning sem rannsóknarráðuneyti Dana heitir síðan 2012. Kona mín hefur unnið í síðastnefnda ráðuneytinu síðan 1998, svo ég veit sitthvað um það ráðuneyti og sögu þess.

Ég veit vitaskuld að Brinkmann vann í Kaupmannahöfn. Þar var hann titlaður cand.jur. en ekki doktor, eins og fram kemur í upplýsingum um hann í tengslum við starf hans á Íslandi. Hann upplýsir á vefsíðu ESB, að hann hafi fengið menntun sína í lögum og stjórnmálafræði áður en hann starfaði fyrir EF/EU (ESB).

Eins og ég hef áður upplýst varð Forskningsministeriet (Enska: Ministry of Research) ekki til fyrr en árið 1993. Síðan þá hefur ráðuneytið haft mismunandi nöfn. En þú upplýsir mig hins vegar að Forskningsdirektoratet hafi verið kallað Ministry of Research.  Það er alrangt hjá þér, vegna þess að Forskningsdirektoratet tilheyrði Undervisningsministeriet meðan Forskningsdirektoratet var og hét.  Ef þú hefur aðrar staðfestar upplýsingar, bið ég þig vinsamlegast um að senda mér þær sem allra fyrst. Ég mun í síðasta lagi þann 15. júlí nk. bera upp erindi við Undervisningsministeriet í Kaupmannahöfn um störf Brinkmanns þar í meintu "Ministry of Research" og biðjast staðfestingar á námsgráðu hans í fulltrúaembætti því sem hann gegndi þar.

Mig langar einnig að taka fram, að ég tel leit mína að upplýsingum um háttsettan embættismann í ESB, t.d. prófgráður hans og fyrri störf, hvorki vera aðför á einkalífi Brinkmanns sendiherra, né brot á friðhelgi einstaklings. Ég held að þú fáir þá túlkun staðfesta hjá hvaða lögfræðingi sem er. 

Virðingarfyllst
,"

Þá svarði Klemens Þrastarson:

"Sæll aftur Vilhjálmur,  

Í ljósi athugasemda þinna um stofnanaheiti í dönsku stjórnkerfi fór ég og ræddi þetta betur við sendiherrann. Í ljós kom að það er ekki rétt að hann hafi starfað  í forskningsdirektoratinu. Brinkmann var í því sem heitir -eða hét- Forskningssekretariatet. Ég bið þig að afsaka ónákvæmnina.

Besta kveðja"

Ég svaraði Klemens, sem viðurkennt hafði að hafa sent mér röng svör:

Sæll Klemens,

samkvæmt upplýsingum Niels Borgers yfirskjalavarðar Menntamálaráðuneytisins danska var nafnið:

Forskningssekretariatet 1968-88

Forskningsdirektoratet  1988-90

Eftir 1990, þegar Hr. Brinkmann er hættur, kom nýtt nafn Forskningsafdelingen, sem var starfandi fram til 1992. Þá fyrst verður Ministry of Research / Forskningsministeriet til, og er það ráðuneyti búið að bera 3-4 nöfn síðan, allt eftir því hvaða pólitískir vindar blása.

Ég vona að þessar upplýsingar mínar hressi upp á minnið hjá sendiherranum.

bestu kveðjur,

Lokaorð Klemens, sem telur mig vera að brjóta á friðhelgi einkalífs Mattihas Brinkmanns, voru vitaskuld út um þúfur og börð:

"Sæll Vilhjálmur,

Þið Borgers virðist vera með þetta allt á hreinu. Gangi þér vel með rannsóknirnar.

Besta kveðja,

Klemens"

Jamm, ég er með þetta á hreinu Klemens Þrastarson og fyrirgef þér ónákvæmni þína sem þú getur lítið gert að með yfirmann eins þann sem þú vinnur undir. Það er engin ástæða fyrir þig að hjálpa Brinkmann að fela sig á bak við ömurlega afsökun um að ég sé að veitast að einkalífi hans, þegar ég er að spyrja fyrir um embættisferil hans. 

Áfram skal haldið. Íslendingar eiga rétt á því að vita hvers konar blýantanagarar eru sendir á skerið til okkar, sem ESB hefur aðeins augastað á í græðgi eftir auðlind okkar fiskinum. Mannvitið er svo sem svo. Einstaka menn á Íslandi fá stjörnur í bókina sína en hinir láta sig dreyma um betra líf sem skósveinar eða afætur þjóðarinnar sem nú ræður ríkjum í ESB og sem stundaði þjóðarmorð fyrir hálfri öld síðan. ESB er á góðri leið með að eyða fiski í lögsögu ESB og við Afríku. Nú skal haldið á billeg mið við Ísland, sögðu menn í skúmaskotum ESB. En svo verður aldrei. 


mbl.is ESB stækki ekki næstu fimm árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri dr. Vilhjálmur Örn.

Haf þú hjartans þökk fyrir rannsókn þessa sem og éwg hef svo sem fyrr sagt.

Klenes ætti að vera kunnugt um að doktorsrit eru opinber plögg sem vanalegt er að liggi á lausu að nálgast hjá viðkomandi háskóla sem yfirleitt á prentréttinn nema um annað hafi samist. En þetta þarf auðvitað ekki að segja þér en er greinilega ekki á hreinu hjá Klemensi þessum.

Það er gustuk að hr. Brinkmann vísi á prófskrírteinið eða ritgerðina sjálfa.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.7.2014 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband