Leita í fréttum mbl.is

Bréf frá forsćtisráđherra

atlas_of_creation_1234326.jpg

Ţađ getur borgađ sig ađ ţekkja einhvern sem bloggar, ţví í gćr fékk ég svar frá Forsćtisráđuneytinu vegna fyrirspurnar minnar um skrifstofu Menningararfs ţar á bć, eftir ađ erindi mitt, sem ekki hafđi veriđ svarađ á hefđbundinn hátt innan eđlilegar tímamarka, var sett á blogg vinar minns Fornleifs.

Ekki stóđ á svörum eftir ađ Fornleifur var kominn međ máliđ, en ekki kom svariđ ţó frá skrifstofustjóra Menningararfsskrifstofu Forsćtisráđuneytisins, sem fyrirspurninni hafđi veriđ beint til, heldur frá yfirmanni hennar Sigmundi Davíđ Gunnlaugssyni, en Ágúst Geir Ágústsson, sem er skrifstofustjóri Skrifstofu yfirstjórnar eins og ţađ heitir svo glćsilega í Forsćtisráđuneytinu ritađi mér fyrir hönd ráđherra:


"tilvísun í mál: FOR14040066

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, ph.d.

Vísa til neđangreindar fyrirspurnar ţinnar varđandi nýja skrifstofu menningararfs í forsćtisráđuneytinu. Eins og fram kom í fréttatilkynningu ráđuneytisins ţann 17. desember sl. var ný skrifstofa menningararfs sett á fót í forsćtisráđuneytinu 1. febrúar sl. og henni faliđ ađ annast verkefni á sviđi menningararfs sem nú heyra undir forsćtisráđuneytiđ, sbr. 2. tölul. 1. gr. forsetaúrskurđar um skiptingu stjórnarmálaefna milli ráđuneyta í Stjórnarráđi Íslands, sjá nánar: http://www.althingi.is/lagas/nuna/2013071.html

Skrifstofan sinnir almennri stjórnsýslu og stefnumótun á málefnasviđinu og fer međ málefni Minjastofnunar Íslands, Ţjóđminjasafns Íslands og Ţjóđgarđsins á Ţingvöllum í samvinnu viđ ađrar skrifstofur í ráđuneytinu. Margrét Hallgrímsdóttir er settur skrifstofustjóri en auk hennar starfar Hildur Jónsdóttir sérfrćđingur á skrifstofunni.

Beđist er velvirđingar á ţví hve dregist hefur ađ svara fyrirspurn ţinni.

F.h. ráđherra
Ágúst Geir Ágústsson" 


Ekkert kemur fram í bréfi ráđherra sem ég vissi ekki áđur. Ég hélt í einfeldni minni ađ meira lćgi á bak viđ stofnun nýrrar deildar í stjórnarkerfinu en ţetta. Ég geng ţví út frá ţví ađ undirbúningsvinna fyrir ţessa deild ráđuneytisins hafi veriđ frekar lítil og vanhugsuđ.

Er ráđuneytiđ fariđ út fyrir lagarammann?

Ég vona ađ skrifstofustjóri Menningararfsskrifstofu hafi ekki haft of mikiđ ađ gera í tengslum viđ breytingu á nafni Ţjóđmenningarhússins í Safnahúsiđ fyrst hún gat ekki svarađ mér. Líklega mun ţađ mál sliga, ţví í upplýsingum ráđherra og Ágústs Geirs Ágústssonar kemur mjög greinilega fram ađ skrifstofan sinni almennri stjórnsýslu og stefnumótun á málefnasviđinu og fari međ málefni Minjastofnunar Íslands, Ţjóđminjasafns Íslands, Ţjóđgarđsins á Ţingvöllum. Í fréttatilkynningu um Safnahúsiđ sýndist mér hins vegar, ađ ráđuneytiđ vćri međ fingurna í málefnum annarra stofnanna sem ekki heyra undir ráđuneytiđ, m.a. Náttúruminjasafns Íslands og Stofnun Árna Magnússonar.

Eins og alţjóđ veit, hefur myndast mikil hola viđ Bćndahöllina/Hótel Sögu, ţar sem gert var ráđ fyrir Húsi Íslenskra Frćđa. Međan ađ ríkisstjórn Sigmundar Davíđs ţarf ađ nota alla peninga í ađ borga skuldir skussa, verđur greinilega ekki fyllt upp í holu fyrri ríkisstjórnar viđ Bćndahöllina. Ţađ hefur Sigmundur Davíđ alveg gert skiljanlegt. Í vetur fjarlćgđi Guđrún Nordal forstöđumađur Stofnunar Árna Magnússonar handrit úr Ţjóđmenningarhúsinu viđ Hverfisgötu, ţví Ţjóđminjavörđur, Margrét Hallgrímsdóttir, sem ţá var enn var ekki orđin skrifstofustjóri Menningararfsskrifstofu Forsćtisráđuneytisins gat ekki séđ til ţess ađ nćturvakt var á handritaarfinum í húsinu, sem heyrđi undir Ţjóđminjasafn.

Ţví hlýtur nćsta spurning mín til ráđherra og Skrifstofu Menningararfs ađ vera. Er skrifstofan ţegar farin út fyrir starfssviđ sitt? 


Fyrri fćrslur um máliđ:

Beđiđ eftir Skussaráđuneytinu

Menningararfspizzan 

Aths: Atlasinn í bókahyllu ráđherra á myndinni efst er líklega úr tíđ fyrri ríkisstjórnar, en hver veit?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţessi merka bók sem hvílir í öllum ţunga sínum (5,4kg) í bókaskáp forsćtisráđherrans er hreint bull frá upphafi til enda.

Hvort notar ráđherrann atlasinn sér til skemmtunar eđa andagiftar?

http://en.wikipedia.org/wiki/The_Atlas_of_Creation

Ţór Örn Víkingsson (IP-tala skráđ) 12.5.2014 kl. 14:00

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Kannski stjórnar hann íslenskum menningararfi međ bókinni??

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.5.2014 kl. 15:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband