Leita í fréttum mbl.is

Súpulćkningar á sunnudegi

Grísk sítrónusúpa

 

Nú langar mig ađ slá á léttari nótur. Ég hef dáđst mikiđ af ţessu bloggi og varla haldiđ munnvatni. Eigandinn er medicus og heitir Ragnar Freyr Ingvarsson. Hann er, fyrir utan ađ vera lćknir, fagurkeri og sćlkeri. Ţađ hélt ég ađ vćri ekki hćgt. Hélt ađ mönnum yrđi bumbult eftir ađ hafa gramsađ í og á mannslíkamanum allan daginn í vinnunni. Ţetta frístundaátak Ragnars er nokkuđ í stíl lćkna og lćrđra á Grikkland, Ítalíu og víđar til forna. Cato gamli og Scipio lögđu t.d. mikla áherslu á lćkningamátt káls. Lćknar araba og gyđinga á miđöldum töldu ađ međ réttu matarrćđi kćmust menn í veg fyrir sjúkdóma. Kínverskir lćknar voru á sömu línu gegnum árţúsundin. Sjáiđ svo hve margir Kínverjar eru orđnir. Ragnar verđur ađ koma ţessum mćtti matarrćđisins til skila viđ sjúklinga sína.

Fyrir allmörgum árum kynntist ég heiđursmanni ađ nafni Nicholaos Stavroulakis á eyjunni Krít og hef skrifađ lítillega um hann í danska tímaritiđ Udsyn. Stavroulakis er gyđingur, list- og fornleifafrćđingur o.s.fr. Hann stofnsetti safn gyđinga í Grikklandi og endurbyggđi eitt af samkunduhúsum gyđinga, Etz Hayyim, í Chania á norđvesturströnd Krítar. Hér getiđ ţiđ frćđst um ţađ merkilega starf sem hann hefur unniđ ţar. Stavroulakis hefur, fyrir utan svo margt annađ, gefiđ út nokkrar matreiđslubćkur, t.d. frábćra bók sem heitir: Cookbook of the Jews of Greece. Cadmus Press, PA 1986, sem ég náđi í fyrir mörgum árum og hef notađ mikiđ.

Etz Hayyim Chania2

Brúđkaup í samkunduhúsinu í Chania. Ţúsundţjalasmiđurinn Stavroulakis ber bćnasjal og grćna kollhúfu.

Hér er ein sefardísk uppskrift (upprunnin úr eldhúsum gyđinga sem flýđu frá Spáni um og efter 1492) frá Saloniku, sem mig langar ađ deila međ ykkur: 

Soupa de huevos y limon (Avgolemon) 

1 stór kjúklingur

safinn úr 2-3 sítrónum

1 bolli af hrísgrjónum

2 laukar

3 egg

1 tsk. hveiti

salt og pipar

hökkuđ steinselja

Hreinsiđ kjúklinginn vandlega og setjiđ í stóra grýtu og setjiđ í vatn svo ţađ fljóti yfir kjúklinginn. Hakkiđ laukana fínt og setjiđ líka í grýtuna. Fáiđ suđuna upp og látiđ svo sjóđa í um 10 mínútur. Fjarlćgiđ ţvínćst frođu og fitu af yfirborđi sođsins. Látiđ svo kjúklinginn sjóđa (malla viđ vćgan hita í klukkustund, eđa ţangađ til hann er vel sođinn. Ţá er hann fjárlćgđur úr sođinu og settur á disk og kreist yfir hann örlitlum sítrónusafa. Seinna er hann skorinn í bita og borinn fram sem annar réttur á eftir súpunni, en einnig er hćgt ađ setja bita af honum í súpuna ţegar hún er tilbúin.

Í sođiđ eru nú sett hrísgrjón. Á međan ţau sjóđa, eru eggjarauđurnar hrćrđar í skál saman viđ hveitiđ og í ţađ er settur sítrónusafinn, saltiđ og piparinn. Ţessi blanda er hrćrđ í skálinni í vatnsbađi viđ vćgan hita. Ţađ ţarf stöđugt ađ hrćra blönduna, međan bćtt er viđ örlitlu af sođi kjúklingsins. Úr ţessu á  verđur eins konar sósa. Eggjahvíturnar er ţeyttar stífar og hrćrđar varlega í sósuna og ţetta látiđ kólna, áđur en ţessu er hellt niđur í sođiđ. Ţegar ţađ hefur veriđ gert, má ađeins halda súpunni heitri og EKKI  láta suđuna koma upp. Helliđ hakkađri steinselju yfir og beriđ fram međ sítrónusneiđ fyrir ţá sem vilja ţetta súrara.

Ţetta er svo boriđ á borđ međ góđu brauđi.  Súpa ţessi er einstaklega góđ viđ kvefi. Kjúklinginn er, eins og áđur segir, hćgt ađ borđa á eftir, eins og hann er, međ góđu salati, löđrandi í góđri grískri olíu, ólívum etc. Og ef ţađ er helgi geta menn búiđ til eftirrétt úr möndlum međ 12 stjörnu Metaxa. Fćrri stjörnur mega ţađ ekki vera.

Kalimera!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband