Leita í fréttum mbl.is

Guð blessi fjölskyldurnar

Connecticut_School__706108a

Þrátt fyrir hinn hræðilega atburð sem átti sér stað í Sandy Hook barnaskólanum í bænum i Newtown Connecticut, virðist fólk í þeim bæ, nágrenninu og jafnvel í gjörvöllum Bandaríkjunum ekki vilja fórna byssueigninni fyrir sitt litla líf.

Bandaríkjamenn, eins og aðrir, eru meistarar í að sjá aðrar ástæður en þær sönnu fyrir atburðum sem þessum, þar sem 20 börn og 7 fullorðnir voru myrt af ungum, veikum manni, sem ekki fékk hjálp.

Nú eru öll vígi þeirra sem hafa bent á ákveðnar manngerðir fyrir svona glæpum fallin. Adam Lanza var hugsanlega með Apsperger heilkenni, en ekki hef ég séð sérfræðingana benda á að þeir sem væru með þann sjúkdóm gætu verið í áhættuhópi fyrir fjöldamorðingja í skólum. Það er ekki bara ein "manntegund" sem getur framið svona glæpi. En ef ungur maður er veikur og móðir hans sankar að sér skotvopnum, eins og í þessu tilviki, er slíkt líklegra til að eiga sér stað.

Stór hluti Bandaríkjamanna óskar aumingja drengnum sem framkvæmdi ódæðið heitri dvöl í helvíti og aðrir vilja kenna eftirlifandi fjölskyldu hans um. Eins og á Gaza og meðal sumra Íslendinga þar sem gyðingum er kennt um allt, er ruglað lið á fullu á veraldarvefnum að reyna að sýna fram á að Adam Lanza hafi verið gyðingur. Það var hann víst ekki, en að minnsta kosti eitt fórnarlamba hans var það.

Allt þetta orðagjálfur og hatur í garð einstaklings, sem var afraksturs þess samfélags sem hann bjó í, hjálpar ekki foreldrum og ættingjum sem misst hafa börnin sín eftir stutta jarðvist og sína nánustu í tilgangslausum vígum, sem fyrst og fremst eru framin og verða framin meðan byssan er tákn frelsisins í BNA. Meðan skotvopnið er frelsistákn, er glæpastarfssemi, hryðjuverkastarfsemi og græðgi hliðargreinar skotgleðinnar. Þar myndast vondur hringur sem ekki verður stöðvaður fyrr en byssan verður bönnuð, falin, grafin, brædd upp. Fyrr fá Bandaríkjamenn ekki frelsið, sem þeir ímynda sér svo gjarnan að þeir hafi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hva!!??....ég er sammála hverju einasta orði þínu að þessu sinni....sem skeður ekki oft!!!....:-))).... vel mælt!!

Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.12.2012 kl. 14:37

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Allt satt og rétt.Asperger er ekki ofbeldissjúkdómur,heldur veldur hann tilfinninarlegri lömun,sem þýðir að þú átt erfitt með að tengjast öðrum og ef það er slæmt tilfelli er þér nokkuð sama um þína nánustu.Þetta gæti skýrt ýmislegt.Fólk sem er mjög slæmt af sjúkdómnum byrgir oft reiðina inni og svo brýst hún út .

Jósef Smári Ásmundsson, 17.12.2012 kl. 16:56

3 identicon

Vel mælt Vilhjálmur. Frelsi verðu aldrei titlað sem sjálfsögð byssueign. Þeir sem að því "frelsi" standa, eru þeir sem vilja halda þessum hörmungum áfram og skiptir ekki máli trúarbrögð eða þjóðerni.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 17.12.2012 kl. 20:25

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þessi sorglega og hörmulega framkvæmd þessa vesælings sjúka drengs, hefur auðvitað ekkert með skoðunarskipti okkar á viðhorfum okkar og skoðunum á söguskoðun og athöfnum þessara "skjólstæðinga" okkar. Fræðimanninn, "innra" með þér kann ég að meta, en sionistann fyrirlít ég, en það er önnur saga, sem við eigum til góða. Þakka pistillinn.

Jónatan Karlsson, 17.12.2012 kl. 21:59

5 identicon

Þetta er óskup einfeldningsleg röksemdarfærsla. Bönnum bara bissur þá verða eingin svona morð. Það er lítið sem ekkert samhengi midli skotvopnaeignar og skotvopnaglæpa. Sviss er það land í heiminum með hæstu skotvopnaegnina en þar eru skotvopnaglæpir með því lægsta í heiminum og miklu lægri en í Svíþjóð sem er með kommúníska skotvopnalöggjöf. Skotvopn eru oftar notuð í sjálfsvörn en til að fremja glæpi. Þeir sem nota skotvopn í sjálfsvörn eignast venjulega sín skotvopn með löglegum hætti en þeir sem fremja glæpi með þeim eignast þau oft á svarta markaðnum. Þegar þú þreingir skotvopnalöginn þíðir það að venjulegir borgarar geta síður eignast vopn til að verja sig en glæpamennirnir eiga ekkert erfiðara með að kaupa vopn af gaurnum sem selur þeim krakkið sitt og geta nauðgað rænt og ruplað án þess að þurva að hava of miklar áhiggjur af því að brotaþolarnir geti rök við reist. Þú munt aldrei koma skotvopnatölunum í USA niður í það sem er í Noregi og ekki hindraði það Breivik. Þreinging skotvopnalaga mun því eingu skila.

Svavar (IP-tala skráð) 23.12.2012 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband