Leita í fréttum mbl.is

Af frćgu fólki og íslenskum bjór

Gislason Beer
 

Nýlega, ţegar hinn heimsţekkti leikstjóri Susanne Bier var á Íslandi til ađ taka á móti RIFF (-Raff) verđlaunum, greindi RÚV frá ţví ađ hún ćtti íslenskan son, Gabríel. Engar nýjar fréttir ţađ hjá RÚV, ţví drengurinn er kominn vel yfir tvítugt. Sumir hafa vitađ ţetta lengi ţótt fréttamađurinn sem flytur fréttir af frćgu fólki hjá RÚV hafi fćđst í gćr.

Ég ţekki ekkert leikstjórann Susanne Bier, en mađur sem ég ţekki var eitt sinn í veislu međ henni. Ţar var staddur mađur sem allt í einu hrópađi til Susanne Bier. "Jeg er sĺ třrstig, at jeg kunne drikke dig, Susanne!". Ţótti mér ţetta mjög fagmannleg undirfótsgjöf.

Ég ţekkti hins vegar vel frćnda hennar Susönnu, Elias Levin, og hjálpađi til viđ ađ endurmenningar hans frá fangabúđunum í Theresienstadt voru gefnar úr á Dansk Center for Holocaust og Folkedrabsstudier, ţar sem ég vann einu sinni. Elias, sem andađist á 97 aldursári, gerđist góđur vinur minn og hann hringdi í mig á ca. tveggja vikna fresti og byrjađi alltaf samtaliđ  međ sömu setningunni á gammali Kaupmannhafnardönsku. "Hvordan har du det min Ven". Ég fór stundum í heimsókn til hans á elliheimi gyđinga í Krystalgade, sem var á bak viđ samkunduhúsiđ í Kaupmannahöfn, en sem nú er búiđ ađ rífa. Oft spurđi Elias mig hvort ég ţekkti ekki örugglega frćnku sína hana Susanne, sem hann var greinilga mjög stoltur af, ţótt hún vćri ţá ekki orđinn eins heimsţekkt og hún er nú.  Tryggđ Eliasar viđ mig gleymi ég seint.  

Elias Bog

Mynd af endurminningum Elias Levin

Bryllup 2

Elias Levin dansar viđ sonarson sinn í brúđkaupi hans í Manchester áriđ 2003, Ţá var líka liđiđ ár frá ţví ađ sonur Elíasar, sem hafđi veriđ rabbíi, andađist. Lesiđskemmtilega grein eftir Erik Bing Henriques sem birtist í ritinu Rambam, sem ég ritstýrđi um tíma. Hinn ungi rabbíni Kalman Levi í Manchester/Bnei Brak Ísrael, er ţví einnig frćndi Gabríels Bjórs hins íslenska og óskarsverđlaunahafans Susönnu.

Ekki er ég viss sum ađ Elías hefđi taliđ son Susanne Bier íslenskan, ţví Elias var heitttrúađur, og slíkir telja börn gyđingakvenna ekki vera annađ en gyđinga, og ţar skiptir engu máli hvort goyinn heitir Gíslsson eđa Jensen. Eitt sinn spurđi Levin mig forvitinn, hvort ég ţekkti nokkuđ barnsföđur Susönnu frćgu, og varđ ég ađ jánka ţví ađ hann hefđi ég heyrt um. En víst er, ađ Gabríel, sonur Susanne og Tómasar Gíslasonar, á góđa ađ annars stađar en á Íslandi. Mér finnst hann svipa mjög til afa síns Rudi (Rudolfs) og langafa, Erichs, eins og hann leit út á vegabréfi sem liggur í útlendingaskýrslu hans í skjalasafni Ríkislögreglustjóraembćttisins á Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn.

Föđurafi Susönnu Bier (langafi Gabríels) var Erich Bier. Hann kom sem flóttamađur frá Ţýskalandi. Um tíma vann hann á skrifstofu sem átti ađ veita ungum chaluzim, landbúnađarnemum fyrirgreiđslu. Ungir gyđingar frá Ţýskalandi Hitlers gátu, ef ţeir voru heppnir, fengiđ ađ koma Danmörku til ađ vinna kauplaust á sveitabýlum í Danmörku. Ţađ var hlutverk skrifstofu ţeirrar sem Erich vann á greiđa götu ţeirra, en oft varđ raunin önnur. Ţar var húsbóndi Josef Fischer, fallerađur rabbíni ćttađur frá Ungverjalandi sem hafđi komiđ til Danmerkur fyrr á öldinni. Hann var jafnvel strangari viđ sum ungmennin en dönsk yfirvöld. Oft tók Erich Bier, afi Susönnu Bier, fram fyrir hendur Fischers og bjargađi málum fyrir horn á síđustu mínútunum og hefur líklega bjargađ lífi sumra međ ţví. Ţađ gat hann ţó ekki gert í öllum tilvikum og einn nemi, Paul Pinkas Koppel var t.d vísađ frá Danmörku, af dönskum yfirvöldum, í hendur nasista.  Koppel var myrtur í Auschwitz og hef ég skrifađ um hann og ađra gyđinga sem dönsk yfirvöld komu fyrir kattarnef í bók minni Medaljens Bagside, sem kom út áriđ 2005.

Ţađ er Gabríel Bier sem er á myndinni efst.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband