Leita í fréttum mbl.is

Das Amt und die Vergangenheit

Das Amt

Í Ţýskalandi er komin út bókin Das Amt und die Vergangenheit. Bók ţessi er heilar 900 síđur og er skrifuđ fyrir tilstuđlan Joschka Fishers. En hann pantađi rannsókn á fortíđ utanríkisráđuneytisins ţýska, ţegar hann var utanríkisráđherra Ţýskalands.

Helsta niđurstađa fjögurra höfunda bókarinnar er ađ utanríkisráđuneytiđ í Ţýskalandi, Auswärtiges Amt (das Amt), hafi veriđ miklu meira fléttađ inn í atburđaráđs glćpa Ţriđja Ríkisins og í helförina. Einn höfundanna segir ađ allir í ráđuneytinu hafi vitađ um helförina ţegar hún fór fram.

Ég vissi ađ bók ţessi var í smíđum og niđurstöđur hennar koma mér alls ekki á óvart. Ţađ voru einnig góđar fréttir sem ég fékk í gćr, ađ mikiđ vćri fjallađ um ţýska diplómatann g nasistann Georg Ferdinand Duckwitz í bók ţessari. Duckwitz mun eftir stríđ hafa leikiđ ljótan leik í ţýska utanríkisráđuneytinu.

Ţetta taldi ég víst ađ mundi koma í ljós, er ég skrifađi úttekt mína á gerđum Duckwitz í Danmörku fyrir fjórum árum. Hún birtist í Tímaritinu Rambam 15:2006, sem ég ritstýri nú. Greinina hafa lesendur mínir hér á blogginu getađ lesiđ í nokkur ár.

Eftir ađ ég hafđi samband viđ prófessor Moshe Zimmermann, einn af höfundum bókarinnar í gćr í Jerúsalem, er ljóst ađ grein mín um Duckwitz mun verđa nefnd í annarri útgáfu bókarinnar, ţví mínar niđurstöđur um Duckwitz koma heim og saman viđ niđurstöđur fjórmenninganna sem skrifuđu Das Amt und die Vergangenheit. Duckwitz var refur í sauđagćru og hjálpađi víst fleiri nasistum eftir stríđ, en hann nokkru sinni hjálpađi gyđingum í Danmörku.

Mér var hins vegar hugsuđ ţegjandi ţörfin af ýmsum ţegar ég gaf út grein mína í lok árs 2006, og enn situr gamall, fúll sagnfrćđingur í Danmörku og ţykist vera ađ skrifa bók um hinn fráćra mann Duckwitz, launađur af utanríkisráđuneyti Ţýskalands. Hann getur víst lagt ţau skrif á hilluna nú.

Ég hef áđur skrifađ um Duckwitz hér á blogginu: http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1039997/

Sjá einnig: http://postdoc.blog.is/users/3d/postdoc/files/Ducky/ich_weiss_2244.pdf

Brown Dukwitz
Svona leit Duckwitz út ţegar hann gekk í nasistaflokkinn
Einn líkur Duckwitz
Svona gćti kappinn hafa litiđ út ef óhćfuverk hans hefđu veriđ grafin fram fyrr.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband