Leita í fréttum mbl.is

San Demon og fjósiđ

PúkiáStöng

Ţennan púka tókst Margit Sandemo á viđ á Stöng, en tókst ekki ađ kveđa hann niđur. Nú er hann kominn međ blogg á Mbl. og vinsćldirnar aukast líkt og hjá Sandemo. Leyndarmáliđ er kynlíf (sjá fćrsluna á undan)

Á eftir er heimildakvikmynd í Ríkissjónvarpinu um norska súpermetsöluhöfundinn Margit Sandemo. Ég get ekki séđ ţáttinn í sjónvarpinu mínu, en ég get hins vegar sagt sögu af Margit Sandemo. Ég hitti ţessa merku konu fyrir 21 ári ađ Stöng í Ţjórsárdal, ţar sem ég var ađ grafa upp rúst kirkju frá 11.-12. öld og tilheyrandi grafir ábúenda á stađnum, sem höfđu veriđ tćmdar (fluttar) eftir eldgos í Heklu áriđ 1104 (sjá nánar um ţađ hér). Sandemo kom ţarna međ íslenskum fararstjóra á miklum trukk, alveg upp í hlađ. Frú Sandemo sneri honum um fingur sér og skipađi honum mikiđ fyrir. Fjótlega féll konan í eins konar trans og gekk kringum holuna okkar eins og hún vćri ađ leita einhvers. Ég spurđi bílstjórann, hvort hún ţyrfti á lćknishjálp ađ halda. Hann svarađi međ lotningu, en hvíslađi eins og hann vildi ekki trufla Sandemo, ađ “hún fyndi fyrir tilvist ungrar konu, sem hefđi orđiđ undir hrauninu í gosinu og dáiđ í skálanum á Stöng”. Ég hvíslađi til baka, ađ enginn hefđi orđiđ undir hrauni á stađnum. Ég kunni engin deili á Sandemo, og vissi ekkert um vinsćldir hennar á Íslandi ţegar ţetta gerđist. Sandemo hélt áfram og vappađi alveg fram á brún uppgraftrarins. Skyndilega hrein hún á nćr óskiljanlegri norsku nćrri 4 metrum yfir hausamótunum á mér: “Det er et fjřs, det er et fjřs, du stĺr i, et fjřs unge mand”.  Ég svarađi um hćl á heimatilbúinni, sönglandi norsku: “Nej, det ein kirkje og du stĺr oven pĺ de dřde”, og svo glotti ég stríđnislega.

Sandemo gaf mér illt augnaráđ og hélt áfram sálarannsóknum sínum, eins og ekkert hefđi í skorist. Bílstjórinn hennar trúđi henni frekar en mér og taldi ţađ af og frá ađ viđ hefđum fundiđ kirkju, ţar sem greinilega hafđi veriđ fjós.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband