Leita í fréttum mbl.is

Snorri Sturluson veginn í kirkjunni í Reykholti

Glös af sömu gerđ og Reykholgsbikar

Í anda sumra kollega minna á Íslandi sletti ég hér dálitlu agúrkusalati: Snorri Sturluson var veginn í kirkjunni í Reykholti áriđ 1241, ţar sem hann var ađ drekka af messuvíni úr forláta glerbikar frá Frakklandi. Hann missti glasiđ, sem brotnađi, og lét ţá ţessi orđ, sem ekki hafa orđiđ fleyg, falla: "Veriđ sparsamir á víniđ, piltar". Hné han svo niđur og var örendur.

Ég leyfi mér ađ álykta svo fjálglega, ţar sem í kirkjurúst einni í Reykholti hafa fundist brot úr vínglasi úr gleri. Líklegt er, ađ Skúli jarl hafi gefiđ Snorra glasiđ og fimm önnur áriđ 1238 úti í Noregi, um leiđ og hann gaf honum jarlstignina. Gissur Ţorvaldsson, tengdasonur Snorra, sá glösin og vildi eignast ţau, (eđa réttara sagt kona Gissurar). Hann eignađist fimm, ţví ţađ sjötta datt á gólfiđ í holrýminu undir kirkjugólfinu, ţar sem Gissur og ESB-sinnar 13. aldar réđust ađ Snorra og drápu hann. Hafđi Snorri ţá nýlokiđ ađ gefa út Heimskringlu og var enn ađ halda upp á ţađ eins og rithöfundar eiga ţađ til ađ gera. Gissur Ţorvaldsson tćmdi síđan vín- og ölkjallara Snorra, sem var undir kirkjugólfi. Hafđur ţar til öryggis. Gissur naut góđs af veigunum er hann undirbjó Gamla Sáttmála.

Snorri Killed
Snorri veginn. Lýsing úr Borgarhandriti,  AM 100 Foolio.
Ólafur forvörđur telur lýsinguna falsađa, enda er tölvulykt af henni

 

Nú hefđi ţessi kenning veriđ ágćt og vel gjaldgeng í fréttir RÚV-Sjónvarpsins, eins og konan međ sjúkdóm fílamannsins, sem ađ sögn fannst ađ Skriđuklaustri nú fyrr í sumar, eđa eskimóakonurnar sem fundust líka ţar eystra fyrir nokkrum árum síđan. Ţćr fréttir, eins og margar ađrar furđufréttir RÚV, eru lýsandi dćmi um ţađ ástand sem skapast er fréttamenn og fornleifafrćđingar hafa misskiliđ hlutverk sitt og búa til fréttir í stađ ţess ađ greina frá ţeim. Alveg er ég viss um ađ monsignor Waage i Reykholti hefđi haldiđ kaţólska messu yfir ţessum glerbikar Snorra, ef einhver leiđinlegur fornleifafrćđingur hefđi ekki skriftađ hjá honum og sagt honum í trúnađi, ađ bikarinn sem fannst í gólfinu í kirkjurústinni í Reykholti vćri í raun frá 14. öld, en ekki ţeirri 13. Bikarinn er ţví miđur frá 14. öld. En hverju skiptir ein öld á međal fornleifafrćđinga? Í mörg ár hafa menn sagt ađ bćrinn ađ Stöng í Ţjórsárdal hafi fariđ í eyđi áriđ 1104, ţegar ţađ rétta er, ađ bćrinn fór í eyđi nokkru eftir 1200. Lesiđ um ţađ hér (niđurhölunin gćti tekiđ nokkurn tíma, ef tölvan ykkar er frá tímum Snorra eins og mín).

Glas frá Reykholti

Glerbikarinn frá Reykholti, eđa réttara sagt brotin úr honum, voru til sýnis í Ţjóđminjasafninu í heilt ár (2009) á lítilli sýningu sem fjallađi um allar rannsóknirnar á guđshúsum í góđćrinu í fornleifarannsóknum á Íslandi, sem nú er víst lokiđ vegna fjárhagsvandans á Íslandi. Sýningin bar heitiđ Endurfundir. Á sýningunni mátti finna brot af bikarnum úr Reykholti í glerskáp. Afar fátćklegar upplýsingar fylgdu. Reyndar stóđ í sýningartexta, ađ glasiđ vćri frá 13.-14. öld, sem er ekki alveg rétt. Sérfrćđingar telja ađ minnsta kosti, ađ vínglös ţessi séu frá tímabilinu 1300-1350. Snorri gćti ţví ekki međ góđu móti hafa drukkiđ af ţessum glerbikar, nema ađ hann hafi drukkiđ í gegnum einhvern. 

Ţađ furđađi mig, er ég sá ţessi merku glerbrot úr Reykholti í fyrsta sinn á Ţjóđminjasafninu í fyrra, ađ ţar var ţví haldiđ fram ađ glasiđ hafi veriđ altariskaleikur. Glerílát frá ţessum tíma, sem og síđar, gátu ekki veriđ vasae sacrae, eđa heilög ílát, á altari í kaţólskum siđ á miđöldum. Sakramentin, líkama Krists, varđ prestur ađ bera fram í ílátum úr góđmálmi. Oblátuna, líkamann, á patínu og víniđ, blóđiđ, í kaleik úr silfri eđa gulli.

Glerbikarinn hefur ţví sennilegast brotnađ í kirkjunni í hefđbundinni fornicationi ecclesiae. Margir Íslendingar eru sem kunnugt er komnir af kaţólskum biskup og margir hverjir líka af ábótum sem stunduđu saurlifnađ. Kirkjur landsins voru fyrr á tímum oft ekki mikiđ betri en gluggalausa kompan í Bústađakirkju, ef sögur af  henni er eru sannar. Ţađ ţarf ţó ekki neina sannleiksnefnd til ađ segja meira um glerbikarinn frá Reykholti, eđa ţađ sem fornleifafrćđingarnir ţar vita greinilega ekki og miđla ekki til fólksins í landinu. Hér skal ţó gaukađ ađ lesendum smábitum, sem vantađi í upplýsingarnar fyrir"sauđheimskan" almúgan á Ţjóđminjasafni Íslands:

Bikarinn frá Reykholti er mjög líklega franskur. Svipuđ glös hafa t.d. fundist í Hollandi og á Bretlandseyjum.  Sjáiđ myndina efst.

Glerbikarar, sem fannst í kastalanum Niewendoorn norđur af Alkmaar í Hollandi og í rústum Ludgershall kastala í Wiltshire á Bretlandseyjum, gefa góđa hugmynd um hvernig svona glös litu út óbrotin. Ţetta hafa veriđ dýrindis hlutir, sem líklega hafa kostađ hátt í kýrverđ. En evrópsk samhengi glerbikarsins í Reykholti hefur greinilega ekki veriđ mikiđ áhugamál fyrir ţá sem rannsakađ hafa fornleifar á síđustu árum í Reykholti.

Ţađ vekur athygli mína, ađ á vef Skálholtskirkju var ţví haldiđ fram nýlega, ţegar kirkjan fékk nýjan kaleik í gömlum stíl, ađ kaleikar hafi fyrrum veriđ úr gleri, tré og leir. Ţetta er hiđ mesta rugl. Ţađ var ekki fyrr en eftir 1962 ađ kaţólska kirkjan leyfđi kaleika úr öđru efni en góđmálmum eđa gylltum málmblöndum. Á Íslandi er reyndar til kaleikur úr kókoshnotu međ silfurumbúnađi, sem er úr lútersku kirkjuhaldi.

Almenn kirkjusaga er kannski ekki kennd lengur á Íslandi, og greinilegt er ađ fornleifafrćđingurinn, sem setti glerbikarinn á sýninguna á Ţjóđminjasafninu, er heldur ekki sleipur í miđaldafrćđum, enda hefur ţađ sýnt sig áđur, og býst ég viđ ţví ađ hún taki ţeim dómi ekki illa, enda ţaulvön ađ venja ađra um slćleika í frćđunum, eins og frćgt er orđiđ og dómur fallinn um. Í ţví máli sakađi fornleifafrćđingurinn, sem fann "glerkaleikinn" í Reykholti, og sem sat í ráđningarnefnd á vegum HÍ, dr. Bjarna Einarsson fornleifafrćđing um ađ vera aukvisa í frćđunum, sem er auđvitađ fordómar og mannorđsdráp af verstu skúffu. Síđar, ţegar Bjarni hafđi veriđ veginn, var ráđinn mađur ađ virki viskunnar á Íslandi, sem ekki er einu sinni fornleifafrćđingur, sem stelur kenningum annarra og situr sem fastast á stóli lektors í fornleifafrćđi viđ HÍ. Taka verđur fram ađ Bjarni hefur fengiđ uppreist ćru. Sjá: http://www.haestirettur.is/domar?nr=2781

Nú verđur ekki meiri sannleika hellt í barmafullan bikarinn frá Reykholti... en auđvitađ álíta einhverjir ađ ţetta sé eitur og verđur saga bikarsins í Reykholti örugglega skráđ án ţess ađ ţessi skvetta verđi nefnd. 

Skál!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ţetta var góđ áminning og vel tengjanlegt viđ ţađ sem er ađ ske hér í dag ţar sem framin eru Landráđ í beinni útsendingu. Ţađ voru svikarar ţá eins og í dag.

Valdimar Samúelsson, 30.8.2010 kl. 09:24

2 identicon

Skemmtileg áminning til allra áhugafornleifafrćđinga og -sagnfrćđinga. Auđvitađ hefur glasiđ góđa veriđ notađ í einhverskonar Hrunadansleik í Reykholtskirkju ... og orđiđ tilefni siđrćnna vangaveltna allt fram til vorra daga.

Carlos Ferrer (IP-tala skráđ) 30.8.2010 kl. 14:48

3 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Eins og ég hef alltaf sagt: Ćđi munt ţú vera forn í lund og eigi viđ alţýđuskap. 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 30.8.2010 kl. 15:13

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Silfurslegin kókoshnota, segir ţú.

Skyldu Skálholtspiltar hafi stytt sér stundir međ voodoo á međan ţeir snéru Nýja Testamentinu í fjósinu.

Ragnhildur Kolka, 30.8.2010 kl. 23:05

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ţakka fyrir athugasemdir. Ragnheiđur, ég tel ţađ afar vafasamt, en ţeir drukku gjarnan pina colada úr kókoshnotu, sem ţeir keyptu dýru verđi af hörmöngurum.

Sigurđur, ţú hefur ekki séđ suma kollega mína. Hrein steinöld.

Síra Carlos, auđvitađ var kirkjudiskó í Reykholti eins og annars stađar. Saturday night feever og flagellantismi á sunnudagsmorgni. Og nú skil ég vel af hverju drottins vegir voru hlutskipti eins ađal Travoltans í MH.

Hvađ segirđu um Sciontology fyrir Jóhönnu, nú ţegar hún er búin ađ lýsa frati í ţjóđkirkjuna? Jóhanna er vön ađ fljúga og í Sciontology gćti hún náđ alveg til stjarnanna og orđiđ valdamest kvenna í heiminum eins og hann leggur sig.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.8.2010 kl. 23:29

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég get boriđ um ţennan kókoshnotukaleik. Hann er í ţjóđminjasafninu. Fátt meira viđeigandi en ađ tengja hnetu viđ trúargalskapinn. Ţetta er einskonar trúarnött í silfurhökli.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.9.2010 kl. 22:35

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er annars aldeilis forviđa á hve fantasían er sterk í akademíunni og algerlega sammála ţér um fáránleik svona vinnubragđa.  Mottóiđ virđist vera: "Hafa skal ţađ sem skemmtilegra reynist."  Skítt međ frćđin.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.9.2010 kl. 22:39

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars er Snorri skemmtilega stóískur ţarna í lýsingunni á međan ţeir murka úr honum lífiđ. Hann er ađ segja: " Eruđ ţiđ heyrnalausir strákar? Ég sagđi eigi skal höggva."

Jón Steinar Ragnarsson, 1.9.2010 kl. 22:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband