Leita í fréttum mbl.is

Verđur Felix bođiđ til Íslands?

felix_flaggar.jpg

Fornleifur greinir í dag frá ţví ađ heiđursmađurinn Felix Rottberger, fyrsti gyđingurinn sem fćddist á Íslandi, verđi 80 ára nú í september. Hann heldur upp á ţađ í lok mánađarins í heimabć sínum, Freiburg í Ţýskalandi. Ég fer í partíiđ, en í fćđingarlandi hans herma fréttir ađ hann verđi ađ heiman á ţessum merkisdegi, líkt og hann hefur veriđ sl. 78 ár.

Gott fólk frá Íslandi, bćđi fegurđardrottning (sjá neđar) og fornleifafrćđingur hafa óskađ ţess ađ honum verđi bođiđ til Íslands í tilefni ţessa stórafmćlis - fyrst og fremst vegna ţess ađ hann var ekki velkominn ţar fyrir 78 árum síđan. Honum var ţá vísađ úr landi barni ađ aldri međ foreldrum sínum, sem voru á flótta undan ógnum nasismans í Ţýskalandi og stefnu og hugsjón sem margir Íslendingar studdu eđa fylgdu.

Hef ég haft samband viđ stjórnvöld og óskađ eftir ţví ađ ţau bjóđi Felix og ţau íhuga nú máliđ, en forseti Íslands hefur ţegar bođist til ađ halda honum virđulega veislu á Bessastöđum ef af slíku heimbođi yrđi!

Myndin efst sýnir Felix á léttu nótunum segja frá velgengni landsliđsins síns nú í sumar á fyrirlestri sem hann hélt í Danmörku í gćr. Meira um fánann og hinn síunga "Forngrip" Felix Rottberger (og fegurđardrottninguna sem hann sjarmerađi) á blogginu Fornleifi. Fariđ ţangađ strax.

img_3223b.jpg


Bloggfćrslur 2. september 2016

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband