Leita í fréttum mbl.is

Jesús handtekinn í Torino

fiat_delux_torino.jpgJesús hefur nýlega veriđ handtekinn fimm sinnum í borginni Torínó á Ítalíu.

Ţessi klćđaskiptingur er náttúrlega ekki Jesús, frekar en ađ Sverrir Íbrahím yfirprestur og sýningargripur í Mosku Miskunnarinnar í Feneyjum er Imam. En ítölsk yfirvöld taka hart á ţeim sem ţykjast vera synir Guđs eđa háttsettir á hans vegum.Jesús fćr vatn, brauđ, nćturgistingu og sekt í hvert skipti sem hann er handtekinn.

Ţannig eru íslensk yfirvöld ekki. Á Íslandi ríkir nefnilega virđing fyrir trúarbragđarefum og mikiđ umburđarlyndi gangvart trú og klćđaskiptingum hvers konar. Sverrir Imam fćr t.d. dagpeninga frá íslenska ríkinu og ţarf sko ekki ađ óttast vatn og brauđ í neđansjávardýflissum Feneyja.

Kannski er ţessi Gúmmíjesús í Tórínó kominn til ađ vitja líkklćđis ţess sem er kennt viđ hann og borgina sem lćtur handtaka hann í sífellur fyrir loddarahátt. En líklegast er hann bara ađ safna sér fyrir Fiat deLux.

gesus_alla_stazione_1260570.jpg

"Komdu međ okkur vćni".


Bloggfćrslur 18. maí 2015

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband