Leita í fréttum mbl.is

Morđiđ á hćđinni fyrir ofan

googleearth_image.jpg

Í gćrmorgun snćddi ég sunnudagsárbít međ minni fallegu konu. Börnin sváfu sem fastast eftir langan laugardag. Viđ hjónin fórum víđa í tíma og rúmi í samrćđum okkar á ţessum rólega tíma sem sjaldan gefst. Umrćđuefniđ yfir kaffinu voru ýmsir međlimir fjölskyldna okkar, og er best ađ fara ekki út í um hverja var rćtt til ađ gera ekki upp á milli manna.

Taliđ barst ađ ömmu minni sálugu í Hollandi, Elísabethu, sem dó fyrir nćrri 30 árum síđan. Ég minntist allt í einu atburđar sem ég hafđi ekki hugsađ um í árarađiđ og sem gerđist í háhýsi ţví sem föđuramma mín bjó í á horni Hengelolaan og Beresteinlaan í den Haag í Hollandi. Öldruđ kona, á svipuđum aldri og amma mín, sem bjó á hćđinni fyrir ofan var myrt, og fundust sundurbútađar líkamsleifar konunnar í svörtum plastpokum í lítilli tjörn í nágrenninu. Mikil skelfing greip um sig og okkur varđ um og ó ţegar viđ fréttum af ţessum hrćđilega atburđi. Tími fjöldamorđanna var upp á sig besta og ég held ađ föđur mínum hafi ekki liđiđ vel ađ vita af móđur sinni í ţessari blokk.

Eftir morgunkaffiđ settist ég viđ tölvuna til ađ sjá hvort einhvern tíman hefđi fundist morđingi, ţví ég man ekki eftir ţví ađ hafa heyrt nokkuđ um ţađ, ţó ég muni samt ađ amma mín hafđi sent föđur mínum einhverjar blađaúrklippur um morđiđ í von um ađ hann kćmi og passađi hana. Og viti menn, hinn alvitri vefur gaf svörin ţegar ég sló inn götunafniđ og "oude moord", ţ.e. gömul morđ.

van_engers.jpg

Morđiđ var framiđ áriđ 1978 og myrta konan var 77 ára gömul kona, Clara van Enger ađ nafni. Hún var gyđingur, sem misst hafđi mestan hluta fjölskyldu sinnar í síđara stríđi og sem snúiđ hafđi til einhvers konar hindúisma eđa Búddatrúar og dvaliđ á Indlandi ţremur árum fyrir morđiđ. Hún kallađi sig nú Chandramani, sem ţýđir fallega lótusblóm. Ţađ nafn stóđ orđiđ á dyrabjöllu hennar og póstkassa. Amma mín hafđi einnig lýst ţví yfir, eftir ađ hún útskrifađi sig sjálfa af elliheimili sem hún flutti inn á um tíma og keypti íbúđina sína á Hengelolaan, ađ hún fćri á námsskeiđ í Búddatrú og íhugun. Ţetta ţótti föđur mínu afar fyndiđ man ég, en mér ţótti ţađ mjög gott hjá ţeirri gömlu. 

Ég las, ađ skömmu eftir ađ morđiđ var framiđ hafđi lögreglan í den Haag búiđ til svokallađan "prófíl" fyrir meintan morđingja nágrannakonu ömmu minnar. Hann átti ađ vera sadisti, sem kunni til verka međ kutann, ţví líkiđ hafđi veriđ vandlega bútađ niđur og engin ummerki fundust í íbúđinni um ađ morđ hefđi veriđ framiđ.

Síđar kom hins vegar í ljós ađ hinn fílefldi sadisti, sem annađ hvort átti ađ vera "flinkur skurđlćknir" eđa eđa "laginn slátrari", var í raun ađeins tvítug stúlka, Sanju K. frá Nýju Dehli á Indlandi, sem ađ sögn hollenskra fjölmiđla vó minna en 45 kg. Frú van Engers hafđi bođiđ henni međ sér frá Indlandi. Van Engers hafđi lofađ fátćkum föđur stúlkunnar, sem vann viđ dýraspítala í New Dehli sem van Engers studdi ríflega fjárhagslega, ađ setja dóttur mannsins til mennta og veita henni gott líf í Hollandi. Annađ varđ víst upp á teningnum. Frú van Engers var ekki eins frjáls í anda og stúlkan hafđi haldiđ, ţví hún gaf ungu stúlkunni ekkert olnbogarúm og stúlkunni ţótti hún ver eins konar heimilisţrćll hjá van Engers. Hún mátti ekki einu sinni senda bréf til Indlands og varđ ađ afhenda van Engers vegabréf sitt og ganga í gömlum fötum af henni.

Einhverju sinni rifust ţćr og lagđi ţá Sanju K. til gömlu konunnar međ hnífi međ ţeim afleiđingum ađ frú van Engers lést af sárum sínum. Í örvćntingu sinni hóf indverska stúlkan ađ skera líkiđ í hćfilega stór stykki svo hún gćti ráđiđ viđ ađ bera van Engers út úr blokkinni - án ţess ađ tekiđ vćri of mikiđ eftir henni viđ ţá iđju. Neđst í byggingunni var lítil verslunarmiđstöđ og ţar gat veriđ margt um manninn og martir gćtu tekiđ eftir burđi á stórum pokum. Sanju K. kastađi svörtum ruslapokum međ líkalmsleifum van Engers, einum eftir einum, í nálćga tjörn og dauđhreinsađi íbúđina. Ţetta var ađ minnsta kosti sú skýring, sem ţessi fegurđardís frá Indlandi gaf lögreglu og fyrir dómstólum, og hlaut hún ađeins 3. ára fangelsisdóm fyrir morđiđ, ţótt saksóknari hefđi krafist 5 ára fangelsis. Dómurinn yfir henni var stađfestur í hćstarétti. Allir fjölmiđlar voru sammála um ađ frú van Engers hefđi veriđ hin versta norn og sérvitringur, en indverski morđinginn fórnarlambiđ. Hin unga og fallega Sanju K. var ein til frásagnar um allt.

 sanju_k_1233072.jpg


Morđinginn, Sanju K., mćtti ekki í neinum lörfum í réttarsalnum, heldur í nýjustu tískunni. Sálfrćđingur hafđi greint hana sem árásagjarna.
 

Eftir ţessar nýju fréttir af morđinu, sem ég hef nú fundiđ á veraldarvefnum, er mér einhvern vegin rórra, ţó ég hafi ekki hugsađ um máliđ til fjölda ára. En ţađ er dálítiđ einkennileg tilfinning ađ einhver hafi veriđ myrtur á hćđinni fyrir ofan ömmu manns, og ađ vitnisburđur morđingjans hafi einn ráđiđ dómsuppkvađningu.

Skrýtiđ er einnig ađ hugsa til ţess ađ stóra, gamla klukkan úr íbúđ ömmu minnar, sem nú hangir hér bak viđ mig ţegar ég skrifa ţessar línur, hafi eitt sinn hangiđ fáeinum metrum neđan viđ íbúđina ţar sem hin fallega, indverska Sanju K. bútađi niđur gamla konu fyrir 36 árum síđan. Ćtli réttlćtinu hafi veriđ fyllilega framfylgt í ţessu morđmáli? Ég er bara mest fegin ţví ađ amma mín fékk sér hund í stađ húsţrćls.


Íslenska leynivopniđ í makríldeilunni

dildo_bj_rn.jpg

Međ titrandi tár í augum las ég um ţennan ţorsk sem fannst međ dildó djúpt í hálsi undan ströndum Noregs. Ljóst má vera ađ Íslandsţorskur norđan úr Ballarhafi sé farinn ađ ganga í stímum til Noregsmiđa međ leynivopn innanborđs sem lokka á grandvaralausa síldina aftur til Íslands.

Ţetta er ugglaust eftir ađ fara illa í gotraufina á ESB og ófullnćgđs evruliđsins á Íslandi, sem nú ţykjast vita hvađ lokkađi hinn norskumćlandi en samt svo suđrćna fisk makrílinn til Íslands. Ţađ hljóta ađ hafa veriđ íslenskar gellur.

Ţađ er ekki nema vona ađ Norđmenn neiti ađ senda fleiri jólatré "op i dette lille rřvhullet Reykjavík". 


mbl.is Međ kynlífsleikfang í maganum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 14. apríl 2014

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband