Leita í fréttum mbl.is

Vitniđ Gijsen var barnaníđingurinn

Bishop Gijsen

Ţessi niđurstađa hollenskra rannsóknarađila sýnir enn betur, ţađ sem ég hef áđur skrifađ, ađ rannsóknarnefnd kaţólsku kirkjunnar á Íslandi var ekki starfi sínu vaxin.

Rannsóknarnefndin klúđrađi rannsókninni á málinu. Fyrir utan ađ rćđa ekki viđ alla sem ţekktu til í Riftúni, leitađi hún til Gijsens fyrrv. biskups, ţrátt fyrir ađ ţađ vćri vitađ í Hollandi ađ hann lćgi undir grun fyrir barnaníđ löngu fyrir biskupstíđ sína á Ísland. Ţeir leyfđu ţessum Gijsen ađ bera vitni gegn undirmönnum sínum sem hann lagđi fćđ á. Gijsen var barnaníđingurinn, en hann lét skýrsluhöfunda krossfesta prest sem slíkan, ţótt engar sannanir lćgju fyrir um sekt hans.

Gijsen biskup var líka gyđingahatari af verstu gerđ. Hann kasti öskubakka í höfuđ trúbróđur síns sem minnti hann á ađ Jesús hefđi veriđ gyđingur og ađ kristni ćtti gyđingdómi mikiđ ađ ţakka.

Skođum svo mismuninn á frásögn Morgunblađsins nú:

Hann hefđi afhent biskupi umslag sem hefđi veriđ geymt í skjalasafni biskupsembćttisins. Séra Jakob sagđist hafa afhent Gijsen umslagiđ eftir ađ hann tók viđ biskupsembćttinu. Ţegar Gijsen var búinn ađ kynna sér efni ţess hefđi hann eyđilagt bréfiđ.

og hjá RÚV áriđ 2012:

Í skriflegu svari Gijsen til rannsóknarnefndarinnar segir hann ađ í ţessu bréfi komi fram ađ mađurinn telji ađ Ágúst Georg hefđi leitast eftir kynferđislegu sambandi viđ sig, en sé ekki viss um ţađ. Gisjen sagđist hafa rćtt viđ manninn sem skrifađi bréfiđ og ţeir hefđu í sameiningu ályktađ ađ ekki vćri vissa fyrir ţessu. Ţví hafi ţeir ákveđiđ ađ eyđa bréfinu og loka málinu.

Nú hefur RÚV betur í heimildavinnunni. Geta sumir blađamenn alls ekki umgengist heimildir heiđvirđislega? Blađamađur Moggans sem hefur framreitt ţessa frétt er heimildaníđingur og mann grunar hver tilgangur hans međ ţví ađ skrifa hálfan sannleikann var. Hann vitnar ekki rétt og fyllilega í skýrslu ţá sem hann notar.

Hvert hlutverk Jakobs Rollands, (sem heitir ekki Roland eins og Mbl. telur), í ţessu máli var, vćri gaman ađ vita. Mér hefur veriđ tjáđ, ađ hann og séra Georg hafi ekki veriđ bestu vinir og er ţá ekki mikiđ sagt. Honum er velkomiđ ađ skrifta hér í athugasemdunum.
bisschop_gijsen.jpg
Barnaníđingurinn sem fékk ađ vera vitni gegn undirmönnum sínum

mbl.is Gijsen lét eyđileggja bréf
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 12. apríl 2014

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband